4. fundur 2007

Þann 8. maí 2007 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu félagsins.

Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson. Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:


  1. Stjórnin skipti með sér verkum. Samþykkt var óbreytt skipan, það er að Þorfinnur Þórarinsson er formaður, Egill Sigurðsson varaformaður, Guðmundur Stefánsson ritari, Guðni Einarsson og Ragnar Lárusson meðstjórnendur.

  2. Farið yfir tillögur aðalfundar.

    1. Tillaga um skipan starfsnefndar til að endurskoða starfsemi Búnaðarsambandsins með tiliti til uppruna tekna. Ákveðið að óska eftir tilnefningum frá hagsmunafélögum kúa-, sauðfjár- og hrossabænda á svæðinu, síðan yrðu skipaðir í nefndina einn stjórnarmaður og einn starfsmaður Bssl. Tilnefningar óskast fyrir 1.júlí.
    2. Tilaga um að huga að endurútgáfu Sunnlenskra byggða. Sveini Sigurmundsyni falið að huga að ýmsum þáttum varðandi slíkrar útgáfu.
    3. Tillaga um niðurfellingu fóðurtolla verður send landbúnaðarráðherra
    4. Tillaga um varðveislu landbúnaðarlands send sveitarfélögum á Suðurlandi og SASS.
    5. Stjórnin tekur undir tillögu um eflingu bændabókhaldsins.
    6. Tillaga um fjölda mældra efnaþátta í heysýnum send LBHÍ. Stjórnin telur ennfremur að þörf væri á mati á gæðum verkunar heys. Bændasamtökunum verða sendar allar tillögur sem varða almenn landbúnaðarmál.


  3. Farið var yfir störf og umræður aðalfundar.

  4. Rætt um erindi Petru Mazetti um byggingu sérstaks húss á Stóra-Ármóti til rannsókna á atferli og fóðrun hrossa og rekstri hrossabús. Nokkrar umræður urðu um málið. Til greina kemur að Búnaðarsambandið byggi skemmu í þessum tilgangi en hlutafélag myndi koma að innréttingum og rekstri. Skilyrði er að Hrossaræktarsamtök Suðurlands komi að málinu. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

  5. Farið var yfir heyskaparaðferðir á Stóra-Ármóti. Sl. sumar var prófað að setja vothey í útistæðu, sem gafst nokkuð vel. Hey úr rúllum var einnig mjög jafnverkað sl. vetur. Ákveðið að heyja aftur á sama hátt og setja aftur í útistæði samhliða rúlluverkun.

  6. Tekið fyrir bréf frá Mjólkursamsölunni þar sem hún upplýsir að hún sjái sér ekki fært að verða við beiðni sem henni hefur borist frá einstaklingum um stuðning við fóðurtilraunir þeirra og beinir erindinu til Búnaðarsambandsins. Grétari Harðarsyni falið að afla ítarlegri upplýsinga um nefndar athuganir.

  7. Upplýst var að klaufskurðarbás sem í pöntun er kemur ekki fyrr en í haust. Ákveðið er að bæta við aðfærslubás, sem eykur afköst.

  8. Kynnt voru drög að samningi Bændasamtakanna og Loftmynda ehf. um aðgang að kortagrunni til afnota fyrir búnaðarsamböndin.

  9. Sveinn fór yfir starfið framundan, kúasýningar, hrossasýningar, bændabókhald, hugsanleg námskeið og fleira.

  10. Ákveðið var að landbúnaðarsýning í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins verði 22.-24. ágúst 2008. Nokkrir staðir koma til greina.
Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerð upplesin og samþykkt.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top