3. fundur 2007

Þann 4. apríl 2007 var haldinn stjórnarfundur Bssl. á skrifstofu félagsins.

Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson og Ragnar Lárusson.Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdarstjóri. Guðmundur Stefánsson var fjarverandi.



  1. Ársreikningur Búnaðarsambands Suðurlands. Arnór Eggertsson og Ólafur Þórarinsson fóru yfir ársreikning fyrir árið 2006. Einnig var Ólafur Kristjánsson skoðunarmaður mættur undir þessum lið. Heildartekjur allra deilda BSSL voru 187.440.617 kr. Rekstrargjöld 184.190.970 kr. Hagnaður ársins 5.051.201 kr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir 202,5 milljónum króna. Eigið fé í árslok nemur 185,6 milljónum króna. Afkoma dótturfélagsisns Stóra-Ármót ehf var tap upp á kr.2.300.788. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi er í árslok 28,9 millj. kr. Að loknum umræðum voru reikningarnir undirritaðir.

  2. Undirbúningur fyrir aðalfund. Sveinn fór yfir skipulag fundarins.

  3. Skipan undirbúningsnefndar fyrir landbúnaðarsýningu á afmælisárinu 2008. Samþykkt var að Þorfinnur Þórarinsson, Hrafnkell Karlsson og Sigurður Loftsson skipi nefndina.

  4. Heyverkun á Stóra-Ármóti.

  5. Hesthús á Stóra-Ármóti. Sænskur sérfræðingur mun mæta 12. apríl varðandi þetta mál og munu Þorfinnur og Sveinn hitta hann.

  6. Sveinn lagði fram bréf frá Óla Pétri Gunnarssyni þar sem hann finnur að störfum Kristjáns Bjarndal ráðunauts varðandi aðfinnslu vegna beitar og aðbúnaðar hrossa í Litlu-Sandvík og óskar eftir því. Stjórnin ræddi málið og var sammála um að Kristján hafi sinnt þessum störfum af samviskusemi og trúmennsku því sé ekki ástæða til að verða við beiðni bréfritara. Sveini falið að svara með bréfi.

  7. Önnur mál. Egill spurði Svein hvort haldin hafi verið fundur í Fagráði í hagfræði. Sveinn sagði að það hafi ekki verið gert. Samþykkt var að Sveinn óskaði eftir að haldinn verði fundur.

    Haldinn verður fundur í Árhúsum á Hellu mánudaginn 23. apríl með frambjóðendum til alþingis á Suðurlandi. Fundarboðendur eru BSSL og Bændasamtökin.

    Fundargerð samþykkt.


back to top