Viljayfirlýsing um hestamennsku við FSu

S.l. miðvikudag, 9. maí, undirrituðu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Haraldur Þórarinsson,formaður Landssambands hestamannafélaga viljayfirlýsingu þess efnis að FSu taki að sér það hlutverk að þróa fjölþætt námsframboð á sviði hestamennsku á framhaldsskólastigi og að þau munu beita sér fyrir sérstökum stuðningi við þetta verkefni.
Þeim og öðrum sem stuðlað hafa að því að þróa nám í hestamennsku við FSu er öllum þakkað fyrir að því er kemur fram á vef Fjölbrautaskóla Suðurlands, www.fsu.is. Nauðsynlegt er að það fáist leyfi og fjármagn til að þróa nám í hestamennsku, áfram þannig að námið taki mið af sérstöðu hestamennskunnar sem búgreinar, íþróttar, menningar og ferðaþjónustu. Nám í hestamennsku við FSu er mjög vinsælt og nemendur eru ánægðir, segir enn fremur á vef FSu..


back to top