Hveragerði þarf að greiða bónda 13,5 milljónir í bætur

Hveragerðisbær þarf að greiða ábúanda á Krossi í Ölfusi, 13,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir að missa beitarréttindi á Eyktarsvæðinu svokallaða, samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, og auk þess 1,5 milljónir í málskostnað.

Í niðurstöðu matsnefndarinnar segir að við mat á bótum til matsþola sé rétt að líta til verðmætis beitarlands á nálægum slóðum. Nálægð svæðisins við höfuðborgarsvæðið skipti máli og einnig, að þetta svæði sé mjög nærri þéttbýlasta hluta Suðurlands.


Þá sé ljóst að eftirsókn eftir landi til hagagöngu hrossa fari mjög vaxandi. Loks lítur nefndin til þess, að missir afnota landsins hafi áhrif á búskap og búskaparhorfur á Krossi og þar með verðmæti jarðarinnar.


back to top