Bændasamtökin auglýsa starf nautgriparæktarráðunautar

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir landsráðunauti í nautgriparækt en því starfi hefur Jón Viðar Jónmundsson sinnt af stakri prýði um langt árabil. Jafnframt hefur Jón Viðar sinnt starfi landsráðunautar í sauðfjárrækt sem er sérfræðigrein Jóns Viðars.

Landsráðunautsstörfum fyrir báðar stóru búgreinarnar í landinu hefur vissulega fylgt mikið vinnuálag og ábyrgð sem ekki er á allra færi að rísa undir. Það er sameiginlegur vilji stjórnenda BÍ og Jóns Viðars að samtökin leiti nú eftir starfsmanni sem uppfyllir hæfniskröfur til að sinna nautgriparáðunautsstarfinu. Takist það myndi það létta vinnuálagi af Jóni en gæfi honum um leið aukið svigrúm og meiri tíma til að sinna spennandi verkefnum í sauðfjárræktinni segir á vef Bændasamtaka Íslands.


back to top