Kálfur með sex fætur

Í Nebraska í BNA fæddist óvanalegur kálfur á dögunum. Kálfurinn, sem er af Angus-kyni, er með sex fætur auk þess að vera tvíkynja, það er bæði með kynfæri nauts og kvígu.
Að sögn David Smith, dýrlæknis við Nebraska-Lincoln háskólann hefur líklega orðið samruni tveggja fóstra á meðgöngunni með þessum afleiðingum að því er kemur fram í frétt AP fréttastofunnar.
Kálfurinn er, a.m.k. ennþá, heilbrigður og sýnir engin veikleikamerki en oftast eru slíkir kálfar með vansköpuð innri líffæri og lifa sjaldnast lengi.

Sjá má mynd af gripnum á vef AP með því að smella hér.


back to top