Sæðingagöldin lækka

Á síðasta aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var ákveðið að lækka sæðingagjöld á hverja kú úr kr. 800 í kr. 500 hjá mjólkurframleiðendum. Nú hefur jafnframt verið ákveðið að framvegis verða sæðingagjöldin innheimt fjórum sinnum á ári, þ.e. í mars, júní, september og desember.
Eins og áður fer innheimta fram í gegnum viðskiptareikninga MS.

Rétt er að ítreka að innheimt fyrir hverja kú á forðagæsluskýrslu, allar endursæðingar eru innifaldar og ekki er greitt fyrir kvígusæðingar. Fyrir holdasæði er innheimt aukalega sem nemur verði sæðisins frá Nautastöð BÍ.


back to top