Lögbýlum fækkar og framleiðsla hvers og eins eykst
Lögbýli með greiðslumark í mjólk voru alls 1246 árið 1997 og meðalinnlegg hvers býlis tæplega 82 þúsund lítrar. Árið 2006 voru býlin orðin 796 með tæplega 148 þúsund lítra meðalinnlegg. Á sama hátt voru 2.405 sauðfjárbú með greiðslumark árið 1997 og heildarframleiðsla kindakjöts var 7.903 tonn. Árið 2006 voru býlin hins vegar 1.601 og heildarframleiðslan var komin upp í 8.647 tonn.
Styrkja fólkið á Stærra-Árskógi
Opnaður hefur verið styrktarreikningur handa ábúendum í Stærra-Árskógi vegna fjósbrunans sem varð þar síðastliðinn laugardag. Gríðarlegt tjón varð í brunanum, en ábúendur á bænum höfðu nýverið byggt við og endurnýjað fjósið. „Þessi styrktarreikningur var opnaður til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum aftur og með von um að þau gefist ekki upp heldur haldi ótrauð áfram því góða starfi sem þau hafa verið að gera,“ segir í fréttatilkynningu frá vinum ábúenda á Stærra-Árskógi.
Guðni – Af lífi og sál
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Sigurmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður kynna ævisögu þess fyrrnefnda á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfossi næstkomandi laugardag klukkan 15:30. Í bókinni, sem kemur í bókaverslanir á föstudag, er sögð saga Guðna Ágústssonar en jafnframt ættarsaga Brúnastaðafólksins og líst mannlífi í Flóanum á 20. öld.
Mikil blóðtaka fyrir íslenska geitastofninn
Stórum hluta af einni stærstu geitahjörð landsins var slátrað í gær og er ljóst að þetta mikil blóðtaka fyrir geitastofninn. Í landinu voru einungis um 440 geitur í vor og með þessum niðurskurði hafa 55 geitur eða 12,5% af stofninum glatast. Þar með er mikilvægur erfðafjölbreytileiki tapaður en geitfjárstofninn íslenski er einstakur landnámsstofn í bráðri útrýmingarhættu.
Brunavarnarkerfi, flóttaleiðir og tryggingar
Víst er að bændur sem aðrir hafa hugsað með hryllingi til eldvoðans á Stærra-Árskógi sem varð á laugardaginn. Vonandi hefur hann þó orðið til þess að bændur hafi í kjölfarið hugsað um sínar eigin brunavarnir, flóttaleiðir í gripahúsum og tryggingar almennt.
Gripirnir mínir vinnufélagar
Í Morgunblaðinu í dag, 19. nóvember, er viðtal við bóndann á Stærri-Árskógum á miðopnu sem fer hér orðrétt eftir:
„Þetta er það versta sem bóndi getur lent í, fyrir utan mannskaða; að sjá gripina sína brenna inni,“ sagði Guðmundur Geir Jónsson, 35 ára bóndi á Stærra-Árskógi í Dalvíkurbyggð í samtali við Morgunblaðið í gær. Bróðurparturinn af bústofni hans, sem var rúmlega 200 nautgripir, drapst í stórbruna á laugardagskvöldið. Guðmundur bóndi segir enn of snemmt að velta því fyrir sér hvort hann geti byggt upp að nýju.
Hátt í 200 nautgripir dauðir – tugmilljóna króna tjón
Allar líkur eru á að a.m.k. 150 nautgripir hafi drepist í eldsvoðanum á Stærra Árskógi í Dalvíkurbyggð í gær. Þrjú sambyggð hús; nýtt fjós, hlaða og gamla fjósið, eyðilögðust í eldinum. Íbúðarhúsið var ekki í hættu þar sem vindátt var heppileg hvað það varðar, og fólki varð ekki meint af. Bóndinn á bænum gekk reyndar hart að sér til þess að bjarga því sem bjargað varð af skepnum, að sögn Ingimars Eydal, aðstoðarslökkviliðsstjóra á Akureyri.
Nýtt fjós gjörónýtt vegna elds
Ný viðbygging við fjós á bænum Stærri Árskógi í Dalvíkurbyggð, er ónýt eftir að kviknaði í þar í dag. Slökkvilið Dalvíkur og Akureyrar eru að störfum og enn er ekki ljóst hvort margra skepnur drápust. Einhverjar sáust hlaupa út í myrkrið. Mikill veðurhamur torveldar slökkvistarf.
New Holland valindráttarvél ársins 2008
Nýja T7000 dráttarvéla línan frá New Holland hlaut þann virta heiður að vera valin “Dráttarvél ársins 2008” á Agritechnica landbúnaðarsýningunni sem nú fer fram í Hannover í þýskalandi, Gullverðlaunin fyrir hönnun “Golden Tractor for Design” komu einnig í hlut þessara véla frá New Holland fyrir hönnun og fyrir að setja nýja staðla hvað varðar afköst og þægindi sem er að finna í T7000 dráttarvéla línuni og má með sanni segja að T7000 hafi unnið stórsigur.
Erlend lán heimilanna komin í 108 milljarða króna
Erlend lántaka heimilanna í landinu hefur færst gríðarlega í vöxt á undanförnum þremur árum og var í september komin í 108 milljarða króna en aukningin á fyrstu níu mánuðum ársins nam 57,6%. Af þessum 108 milljörðum fóru 25,2 milljarðar til íbúðalána. Skýringin á áhuga heimilanna á erlendum lánum er einföld: þessi lán bera lægri vexti en innlendu lánin.
Eignamyndun á sér stað í sveitum
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag, að eftirspurn væri eftir bújörðum, lögbýlum í ábúð væri að fjölga gagnstætt því sem áður var og eignamyndun ætti sér stað í sveitum landsins. Sagði hann fá dæmi um jarðasöfnun á landsbyggðinni.
Ræktunarjörð, auðlindin mesta
Eitt helsta átak Íslendinga til að varðveita og auka verðmæti íslenskrar náttúru er starf Sandgræðslunnar og arftaka hennar, Landgræðslunnar, í hundrað ár að stöðva landeyðingu og græða land. Með þessu átaki hefur ein mikilvægasta auðlind jarðar, gróðurmold, aukist verulega hér á landi. Önnur starfsemi, sem einnig eykur þjóðarauðinn, er skógræktin sem hefur fengið byr í seglin á seinustu árum. Hvor tveggja þessi starfsemi hefur færst að töluverðu leyti úr því horfi að vera opinber starfsemi í að vera verkefni bænda, þ.e. eiginlegur landbúnaður, „bændur græða landið“ og bændaskógar.Verðmæti þessara auðlinda er ekki auðvelt að meta. Þær eru varasjóður sem er tiltækur í framtíðinni þegar þeirra verður þörf.
Fet valið ræktunarbú ársins 2007
Fet var valið ræktunarbú ársins 2007 en tilkynnt var um valið á uppskeruhátíð hestamannna sem haldin var á Broadway í gær. Óhætt er að segja er að búið á Feti sé vel að þessum verðlaunum komið. Þetta var í þriðja sinn sem Fet hlýtur nafnbótina ræktunarbú ársins en 1998 og 2004 hampaði búið henni. Á Feti rekur Karl Wernersson hrossabú og tamningastöð í samvinnu við Brynjar Vilmundarson, fyrrum eiganda búsins, en sem kunnugt er skipti búið um hendur fyrr á þessu ári.
Guðni Ágústsson heiðraður
Félag hrossabænda heiðraði Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir vel unnin störf fyrir hestamenn í landinu þann tíma sem hann var landbúnaðarráðherra. Á fundi sínum í dag færði stjórn félagsins Guðna málverk að gjöf og er þar um að ræða mynd af honum með tvo til reiðar. Myndin af Guðna er góð en hann sagði hestana minna sig á hest sem hann steig á bak á í Mongólíu um árið.
Klaufskurðarbásinn sýndur
Notkun á klaufskurðarbási Kynbótastöðvar Suðurlands verður sýnd á Tilraunabúinu Stóra-Ármóti á morgun, föstudaginn 9. nóvember n.k. frá kl. 13-16. Ástæða er til að hvetja bændur og aðra áhugasama um að kynna sér klaufskurðinn því það er viðurkennd staðreynd að illa hirtar klaufir og fótamein hafa verulega neikvæð áhrif á líðan kúa og þar með nyt og frjósemi.
Páfinn fær afhenta nýja New Holland dráttarvél
Þann 3.nóvember s.l. afhenti framkvæmdastjóri Fiat Group, Sergio Marchionne, Benedikt XVI páfa lykla að einstakri dráttarvél sem New Holland gefur páfanum, en fyrirtækið er í eigu Fiat Group sem er jafnframt markaðsleiðandi framleiðandi í landbúnaðargeiranum.
Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun
Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við LBHÍ mun halda námskeið um áburð og áburðarnotkun á Stóra-Ármóti þriðjudaginn 13. nóv. frá kl. 10.00 – 16:30 ef næg þátttaka fæst. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 7. nóvember!
Ástæða er til að hvetja bændur, áburðarsala og aðra áhugasama um að sækja þetta þarfa námskeið.
Ráðstefna á Hólum um upphaf landgræðslu
Í tilefni eitt hundrað ára sögu landgræðslu á Íslandi var haldið málþing á Hólum þar sem Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri fjallaði um upphaf sandgræðslu hérlendis og þá frumkvöðla sem stóðu að því starfi.
Í upphafi fundar var undirritaður samstarfssamningur milli Landgræðslu Íslands og Hólaskóla, um héraðsmiðstöð landgræðslunnar á Norðvesturlandi. Sagði Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, að hér með væri formfest ágætt samstarf skólans og Landgræðslunnar, sem vissulega hefði áður verið komið á með handsali, en nú formlega staðfest.
Kostnaður við veiðar á ref og mink
Guðný Helga Björnsdóttir, varaþingm., hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi til umhverfisráðherra um tillögur refanefndar og endurgreiðslu á kostnaði við veiðar á ref og mink:
Meistaravörn við Auðlindadeild
Meistaravörn Sigurðar Þórs Guðmundssonar fer fram í Ásgarði, í Ársal á 3. hæð, á Hvanneyri, miðvikudaginn 7. nóvember 2007, kl. 15.00.
Verkefni Sigurðar er á sviði búvísinda og nefnist „Fosfór í íslenskri landbúnaðarjörð” eða Phosphorus in Icelandic agricultural soils.