Guðni – Af lífi og sál

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Sigurmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður kynna ævisögu þess fyrrnefnda á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfossi næstkomandi laugardag klukkan 15:30. Í bókinni, sem kemur í bókaverslanir á föstudag, er sögð saga Guðna Ágústssonar en jafnframt ættarsaga Brúnastaðafólksins og líst mannlífi í Flóanum á 20. öld.

Bókin fylgir ævi þeirra Guðna og konu hans Margrétar Hauksdóttur frá Stóru Reykjum. Sagt er frá lífsbaráttu þeirra á Selfossi og pólitískri sögu þingmanns og ráðherra allt til þess tíma að Guðni tekur við formennsku í Framsóknarflokknum síðastliðið vor. Bókin er prýdd fjölda mynda. Höfundurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson er landsþekktur sem fréttamaður, ljóðskáld og rithöfundur. Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur ævisöguna út en heiti hennar er Guðni af lífi og sál.

 


,,Þetta er saga mín frá bernsku til dagsins í dag. Ég hef verið heppinn og átt góða og skemmtilega ævi. Æskan í stórum systkinahópi var einstök og þarna er saga föður míns að hluta til, manns sem fæddist í mikilli fátækt en vann sig út úr hverjum vanda,“ sagði Guðni þegar Bændablaðið ræddi við hann. Guðni sagðist einnig segja frá skólaárum sínum á Laugarvatni og Hvanneyri, ræða breytingar í þjóðfélaginu á 6. og 7. áratugnum og loks er svo mikið rætt um og frá mörgu sagt er snertir pólitískan feril Guðna, þingmennsku og ráðherradóm. Þá segist Guðni segja frá sinni hlið á þeim pólitísku átökum sem hann hefur upplifað á síðustu misserum.


back to top