Styrkja fólkið á Stærra-Árskógi

Opnaður hefur verið styrktarreikningur handa ábúendum í Stærra-Árskógi vegna fjósbrunans sem varð þar síðastliðinn laugardag. Gríðarlegt tjón varð í brunanum, en ábúendur á bænum höfðu nýverið byggt við og endurnýjað fjósið. „Þessi styrktarreikningur var opnaður til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum aftur og með von um að þau gefist ekki upp heldur haldi ótrauð áfram því góða starfi sem þau hafa verið að gera,“ segir í fréttatilkynningu frá vinum ábúenda á Stærra-Árskógi.
Reikningurinn er á nafni Guðmundar Jónssonar bónda í Stærra-Árskógi og er kennitala hans 150172-3069.

Banki 1145; Höfuðb 15; Reikningur 520040.



Ætlar að byggja upp
Rúmlega 200 nautgripir voru í fjósinu þegar eldurinn kom upp og drapst bróðurparturinn í brunanum. Guðmundur hefur ákveðið að byggja upp að nýju á Stærri-Árskógi og var fjölmennt lið í gær að vinna í rústum fjóssins. Undirbúningur að byggingu nýs fjóss en kominn á fullt skrið.


back to top