Þrjú námskeið framundan á Stóra-Ármóti

Á næstunni verða haldin þrjú námskeið á Stóra-Ármóti, er þetta samstarfsverkefni Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands.  Námskeiðin sem um ræðir eru, Beiðslisgreining og frjósemi sem haldið verður 20. apríl frá kl. 10-17, kennari þar er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Þá verða námskeiðin Plæging og áburðardreifing, 12.apríl kl. 9-16 og verklegt plægingarnámskeið 3. maí frá kl.  Continue Reading »

Tillögur frá Aðalfundi BSSL

Meðfylgjandi tillögur komu fram á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands en auk þessarar tillagna var samþykkt tillaga um fæðuöryggi sem áður er búið að birta á heimasíðu BSSL.

Fóðrun sauðfjár

Námskeið um fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum, verður haldið á Hvanneyri 9. apríl n.k. Kennari á námskeiðinu er Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og er námskeiðið haldið að hluta til hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri auk þess sem farið er í fjárhús LbhÍ á Hesti þar sem fóðrun mismunandi hópa er skoðuð og rædd.  Continue Reading »

Hækkun á gjaldi fyrir klaufsnyrtingu

Á síðasta ári var mikið viðhald á klaufsnyrtibásnum auk mikils rekstrarkostnaðar á bílnum sem básinn er í.  Fyrirsjáanlegt er að kaupa verður nýjan klaufsnyrtibás sem kostar 6 milljónir. Því er að ráði að hækka komugjald í 35.000,- kr og tímagjald klaufsnyrta í 12.000,- kr frá og með 1.mars 2022

Tillaga um fæðuöryggi samþykkt á aðalfundi BSSl

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Dyrhólaey þann 8.3. 2022 skorar á ríkisstjórn í samráði við Bændasamtök Íslands að hraða gerð Fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland með sérstakri áherslu á áhættu vegna átaka sem nú ríkja í Evrópu.  Í framhaldi verði strax sett upp aðgerðaráætlun sem taki til aukinnar framleiðslu og sjálfbærni íslenskrar matvælaframleiðslu og aðfanga vegna  Continue Reading »

Aðalfundur BSSL

Aðalfundur Búnaðarsambandsins sá 114. var haldinn 8. mars á Hótel Dyrhólaey. Á fundinn mættu um 40 manns og þar flutti formaður Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson ávarp. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var lögð fram tillaga um breytingar á lögum Búnaðarsambandsins sem var samþykkt.  Félagsmenn í Búnaðarsambandi Austur Skaftafellssýslu gengu í sambandið og er því fagnað og þeir boðnir  Continue Reading »

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 28.febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 11:30 með léttum hádegisverði í mötuneyti Landgræðslunar. Formleg fundardagskrá hefst svo kl 12:00 í Frægarði.     Venjuleg aðalfundarstörf Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið, afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2021.  Guðmundur Jóhannesson mun segja frá erfðamengisúrvalinu.  Runólfur Sigursveinsson fer  Continue Reading »

Aðalfundi Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu frestað

Aðalfundi Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu sem halda átti í kvöld, mánudagskvöld 14. febrúar í Þingborg hefur verið frestað sökum slæmrar veðurspár um óákveðinn tíma Stjórnin

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 8. mars að Hótel Dyrhólaey. Á fundinum verður m.a tekið fyrir breytingar á lögum Búnaðarsambandsins  en þarf að laga þau að breyttum samþykktum BÍ. Þá þarf að kjósa 2 fulltrúa á Búnaðarþing sem verður um mánaðarmótin mars/apríl og um stjórnarmann/menn úr Skaftafellssýslu/m

Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu

Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Árnessýslu verður haldinn í Þingborg mánudaginn 7. mars nk kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig þarf að ræða framtíð félagsins vegna breytinga á félagskerfi landbúnaðarins, hvort það eigi að leggja félagið niður eða halda því lifandi. Vill stjórn félagsins hvetja félagsmenn að mæta og taka þátt í umræðum um framtíð þess.  Continue Reading »

Sæddar ær frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands 2021

Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu eru 12780 ær sæddar frá stöðinni þetta haustið sem er liðlega 1000 ám fleira en í fyrra og það mesta síðan 2016. Það er samt samdráttur í sæddum ám á Suðurlandi nema í Austur-Skaftafellssýslu. Nýtingin á sæðinu miðað við útsent sæði er rétt um 65% sem er varla  Continue Reading »

Skipulagsbreyting hjá Kynbótastöð ehf

Um áramótin tekur í gildi nýtt svæðaskipulag fyrir frjótækna á Suðurlandi. Svæðunum fækkar úr fjórum í þrjú; Frá Lambhaga á Rangárvöllum og austur að Lækjarbakka í Mýrdalshreppi. Bæir í Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og hluti af Rangárþingi ytra. Hermann Árnason Hvolsvelli. Pantanir í síma 871-1410 og farsími 894-7149 Frá Selalæk á Rangárvöllum vestur að Þjórsá. Neðri  Continue Reading »

Sæðistökuvertíð lokið

Í dag lauk 63 sæðistökuvertíð á Sauðfjársæðingastöðinni. Að flestu leyti gekk hún vel og færð og veður seinni hlutann mjög gott. Alls var sent út sæði í tæplega 20 þúsund ær sem er meira en í fyrra en þá var útsent sæði í rúmlega 18 þúsund ær. Gríðar mikil ásókn var í hrútinn Viðar 17-844  Continue Reading »

Námskeið í sauðfjársæðingum á Stóra Ármóti

Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Stóra Ármóti fimmtudaginn 2. desember frá kl 13:00 til 18:00. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir er kennari á námskeiðinu sem er haldið á vegum Endurmenntunardeildar LbhÍ og skráning fer  fram á heimasíðu. Það er kjörið fyrir þá sæðingamenn að mæta sem vilja fríska upp á kunnáttu sína.

Hrútaskrá 2021-2022 komin á vefinn

Hrútaskráin 2021-2022 er komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML.  Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Hér má nálgast Hrútaskrá 2021-2022

Engir hrútafundir

Sökum mikils smitálags af völdum kórónuveirunnar  var ákveðið að halda ekki hina árlegu kynningarfundi um hrútakost stöðvarinnar ásamt erindi um ræktunarstarfið og verðlaunaveitingu fyrir hæst stiguðustu hrútlömbin í haust.  Ráðunautar RML munu verða með kynningu á hrútunum í vefútgáfu. Hrútaskráin kemur út í næstu viku og verður hægt að nálgast hana hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi  Continue Reading »

Skil á haustskýrslum í síðasta lagi 20. nóvember

Skila þarf haustskýrslu í Bústofni eigi síðar en 20. nóvember 2021. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2021 í Bústofni. Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofni, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram  Continue Reading »

Af sauðfjársæðingum

Það líður að sauðfjársæðingum og í vikunni komu allir nýjir hrútar á stöðina í Laugardælum, en djúpfrysting mun hefjast fljótlega í nóvember. Að venju er mikið af álitlegum nýjum hrútum sem eru teknir á stöð að undangenginni afkvæmarannsókn. Í vor voru hinsvegar teknir inn eldri hrútar sem hafa sýnt sig í að vera góðir ærfeður  Continue Reading »

Sauðfjársæðingarnámskeið á Stóra Ármóti 2. desember

Sauðfjársæðingarnámskeið verður á Stóra Ármóti 2. desember næstkomandi. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingartíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin. Kennd er meðferð sæðis, verklag við sæðingar í fjárhúsum kennt og rætt um smitvarnir. Námskeið fyrir sauðfjárbændur og alla sem hafa  Continue Reading »

Rúningsnámskeið á Hesti í Borgarfirði helgina 13.-14. nóv.

Rúningsnámskeið verður haldið á Hesti í Borgarfirði helgina 13.-14. nóv. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra vélrúning sauðfjár eða endurmennta sig í góðri líkamsbeitingu og réttum handbrögðum við rúning. Námskeiðið er verklegt og fá nemendur að æfa rétt handbrögð með aðstoð kennara. Kennari á námskeiðinu er Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði. Örfá  Continue Reading »

back to top