Síðasti dagur til að skila inn tilboði í Angus gripi hjá Nautís

Í dag miðvikudaginn 29. júní er síðasti dagur til að póstleggja tilboð í þá Aberdeen Angus gripi hjá Nautís sem boðnir eru til kaups. Tilboðin verða opnuð 5. júlí. Það eru 7 naut og 5 kvígur sem eru til sölu og þar af eru 2 kvígurnar kálffullar og bera í nóvember. Allar upplýsingar um gripina er að finna í síðasta Bændablaði og á heimasíðu BSSl.  Á myndinni má sjá norska Angus nautið Jens av Grani en flestir gripirnir eru undan honum.


back to top