Tilboð í Angus gripi hjá Nautís opnuð

Í morgun þriðjudaginn 5. júlí voru opnuð tilboð í þá 12 gripi hjá Nautís sem boðnir voru til kaups.  Alls bárust 18 tilboð. Allir gripirnir seldust og var meðalverð á nautunum 1.435 þúsund krónur, meðalverð á kálffullu kvígunum var 1.227 þúsund og ársgömlu kvígurnar seldust á 653 þúsund að meðaltali. Sæðistaka úr nautunum hefst í fyrramálið og verða þau ekki afhent fyrr en að nægjanlegt magni af sæði næst úr þeim. Aðrir gripir eru til afhendingar strax.


back to top