Tillaga um fæðuöryggi samþykkt á aðalfundi BSSl

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Dyrhólaey þann 8.3. 2022 skorar á ríkisstjórn í samráði við Bændasamtök Íslands að hraða gerð Fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland með sérstakri áherslu á áhættu vegna átaka sem nú ríkja í Evrópu.  Í framhaldi verði strax sett upp aðgerðaráætlun sem taki til aukinnar framleiðslu og sjálfbærni íslenskrar matvælaframleiðslu og aðfanga vegna hennar.  Jafnframt verði tryggt fjármagn til rannsókna og innviðauppbyggingar vegna þessa.


back to top