Fréttir frá Nautís

Það eru fæddir 15 kálfar í einangrunarstöðinni nú á útmánuðum og í vor. Þar af 6 naut og 9 kvígur. Burður hefur gengið vel og áberandi hvað holdakýrnar skila kálfunum fljótt frá sér.  Fyrstu 3 kálfarnir komu úr fósturvísum sem voru framleiddir á búinu og eru þeir kálfar undan Jens av Grani. Þá hafa fæðst 9 kálfar undan Laurens av Krogdal þar af 2 kálfar naut og kvíga með rauðum lit en Laurens er með erfðavísi fyrir rauðum lit. Að auki fæddust 3 kálfar með innfluttum fósturvísum, 2 kvígur undan Kid av Volstad og naut undan Ivar fra Li.  Á búinu eru 12 holdakýr, 6 íslenskar fósturmæður og svo eru 16 kálfar í einangrun sem lýkur nú í maí. Alls eru þetta því 43 holdagripir  á búinu með kálfunum en 3 holdakýr eru óbornar. Þá eru 2 kvigur undan Emil av Lillebakken staðsettar á Stóra Ármóti sem fengnar eru með Eiríki 19403 og bera í haust. Nautið Skuggasveinn sem verið hefur á NBÍ er í eigu Nautís og verður til sölu í sumar ásamt nautunum 6 sem eru frá 2021. Þá hefur verið ákveðið að selja 3 kvígur sem nú eru ársgamlar. Alls verða því til sölu 7 naut og 5 kvígur og 2 af þeim fengnar.


back to top