Félag kúabænda á Suðurlandi boðar til opins fundar í Hvolnum Hvolsvelli þann 27.apríl kl 13.

Gestir fundarins verða frá Bændasamtökum Íslands: Gunnar Þorgeirsson formaður, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri, Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabændadeildar og aðrir stjórnarmenn BÍ og BÍ kúabændur.

Efni fundarins er starf Bændasamtaka Íslands í þágu bænda í nýju félagskerfi, auk þess sem fulltrúar BÍ standa fyrir svörum við því sem brennur á bændum er snýr að þeirra starfi.

Stjórn félags kúabænda á Suðurlandi


back to top