Girðingatjón í vetur

Komið hefur í ljós að á einhverjum bæjum varð nokkuð tjón á girðingum í vetur í miklu roki og ísingaveðri en skv lögum getur Bjargráðasjóður veitt mönnum styrki vegna slíkra tjóna.

Hversu hár styrkur er og hvernig þetta er útfært er í höndum stjórnar sjóðsins á hverjum tíma. Fyrir tveimur árum þegar svipuð tjón komu upp þá var sett sú regla að eigin áhætta tjónþola var 150.000 kr en síðan bætti sjóðurinn 80% af tjóni umfram það.

Til að reyna að fá yfirsýn yfir umfang girðingatjóns í vetur eru þeir sem telja sig hafa orðið fyrir miklu tjóni og vilja skoða þessa leið að sækja um til Bjargráðasjóðs beðnir um að hafa samband við Gunnar Ríkharðsson í síma 480-1800 og lýsa aðeins umfangi tjóns hjá sér. Þegar umfangið liggur fyrir á svæðinu öllu mun verða haft samband við viðkomandi aðila varðandi næstu skref í málinu en „Náttúruhamfaratrygging Íslands“ hefur nú tekið yfir umsjón með Bjargráðasjóði.

Munið að nauðsynlegt er að taka góðar myndir af tjónuðum girðingum áður en farið er í lagfæringar svo myndirnar geti fylgt með umsókn um styrk.


back to top