Fóðrun sauðfjár

Námskeið um fóðrun sauðfjár á mismunandi tímabilum og aldursskeiðum, verður haldið á Hvanneyri 9. apríl n.k. Kennari á námskeiðinu er Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og er námskeiðið haldið að hluta til hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri auk þess sem farið er í fjárhús LbhÍ á Hesti þar sem fóðrun mismunandi hópa er skoðuð og rædd.

Námskeiðið er sérstaklega ætlað sauðfjárbændum og þeim sem tengjast sauðfjárrækt en er einnig opið öðrum.

Á þessu fóðrunarnámskeiði verður sérstaklega horft til fóðrun gemlinga, bæði innifóðrun og beit, og farið yfir möguleg viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna áhrifa breytilegs árferðis á heyskap og beit. Horft verður á niðurstöður skýrsluhaldsins með tilliti til árangurs innifóðrunar, svo sem frjósemi og fallþunga. Stuðst verður jöfnum höndum við nýjustu rannsóknarniðurstöður og sígildan fróðleik.

Nánari upplýsingar og skráning eru á endurmenntun.lbhi.is

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands

Kennsla: Eyjólfur Kristinn Örnólfsson sérfræðingur hjá LbhÍ

Tími: Laugardaginn 9. apríl kl. 10 – 15

Staður: Hjá LbhÍ á Hvanneyri og á fjárbúinu Hesti í Borgarfirði

Verð: 29.000 kr. (Innifalið í verði eru kaffiveitingar og hádegisverður í mötuneyti skólans á Hvanneyri)

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands (www.bondi.is)

 


back to top