Vel heppnuð Nök ráðstefna á Selfossi

Dagana 24 júlí til 27 júlí var haldin  ráðstefna á Hótel Selfossi í félagsskap sem hefur skammstöfunina NÖK en það stendur fyrir nordisk ökonomisk kvægavl. Þessi félagsskapur varð til í Falkenberg í Svíþjóð 1948 og hefur það markmið að styrkja norrænt samstarf í nautgriparækt og var þetta 37. ráðstefnan sem haldin er. Mikið hefur verið lagt upp úr því að makar og börn mæti og taki þátt og að ráðstefnan sé fjölskylduvæn sem annað hvert ár er haldin í einhverju norðurlandanna. Þetta er í fjórða sinn sem hún er hér á Íslandi. Að þessu sinni voru rúmlega 40 norðurlandabúar sem sóttu ráðstefnuna og 25 íslendingar.  Af faglegum málefnum var rætt um nýjar áherslur út frá loftslagmálum,  dýravelferð og heilbrigði. Ekki lengur rætt um að auka afkastagetu kúnna.  Ráðstefnan heppnaðist vel og ástæða að þakka  bæjarstjórn Árborgar,  styrktaraðilunum MS og Auðhumlu fyrir veittan stuðning þá er Hótel Selfoss mjög góður ráðstefnustaður. Næsta ráðstefna verður i Danmörku eftir 2 ár.


back to top