Verðskrá BÍ vegna ráðstöfunar fjár vegna ullarnýtingar

Fjármunum til ullarnýtingar skal ráðstafað þannig að a.m.k. 84% skulu greiðast beint til bænda. Skal fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember – 31. október samkvæmt verðskrá sem Bændasamtök Íslands hafa útbúið.


Að því er greiðslufyrirkomulag á greiðslum fyrir ullarnýtingu varðar, er gert ráð fyrir að ein greiðsla verði greidd þegar nóvember-desember framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 20. mars 2013. Síðan verði önnur greiðsla framkvæmd þegar janúar-mars framleiðslan er komin inn, eigi síðar en þann 1. júní 2013. Greitt verður 80% af áætluðu framlagi á kg ullar sem metið er á grundvelli þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar og áætlaðu framleiðslumagni. Í lok framleiðsluársins þegar öll framleiðslan er komin inn, verður síðan framkvæmt uppgjör með svipuðum hætti og gert er gagnvart gæðastýringarálagi. Þá mun koma í ljós hver verður endanleg greiðsla á framleitt kg af hreinni ull.



VERÐSKRÁ
samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. verklagsreglna Bændasamtaka Íslands
nr. 993/2012, um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar



























































Nr Gæðaflokkur

Einingaverð kr/kg


Stuðlar

10 H- Lamb

607


1,11

11 H-1 Flokkur

607


1,11

12 H-2 Flokkur

547


1

13 H-2 Lamb (lítið gölluð)

607


1,11

14 M-Svart

547


1

15 M-Grátt

547


1

16 M-Mórautt

547


1

22 M-2 Flokkur

148


0,27

23 M-3 Flokkur    
24 Úrkast    



Verðskráin byggist á þessum hlutföllum: Lamb 1 og 2, H1 : 1,11 / H2, M1 (Svart, Grátt, Mórautt) : 1.00 / M2 (mislitt): 0.27
Fjárhæðir eru áætlaðar.

back to top