Viðmiðunarverð kindakjöts haustið 2008

Stjórn Landssamtaka sauðfjárafurða hefur ákveðið lágmarksverð sauðfjárafurða fyrir árið 2008. Viðmiðunarverðskráin hækkar verð á öllu dilkakjöti til sauðfjárbænda að lágmarki um 98 kr. frá reiknuðu meðalverði sláturleyfishafa haustið 2007.  Verð fyrir kjöt af fullorðnu hækkar að lágmarki hlutfallslega jafn mikið. Vegið meðalverð á dilkakjöti til bænda var kr. 363 pr. kg haustið 2007 skv.  verðskrám sláturleyfishafa og niðurstöðum kjötmats.  Í töflunni sem stjórn LS samþykkti hækkar verðið miðað við sömu forsendur í kr. 461 eða um 98 kr. eins og aðalfundur LS samþykkti. Kjöt til útflutnings hækkar sömuleiðis um 98 kr. eða upp í kr. 335. Kjöt af fullorðnu  hækkar hlutfallslega.  Mesta hækkun er 81 kr. (VR 3) en sú minnsta 9 kr (VHR 4). 
Miðað við framangreindar forsendur má sjá viðmiðunarverð LS haustið 2008 í eftirfarandi töflu:
back to top