Fósturtalningar hjá ám og gemlingum

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að sauðfjárbændur láti telja fóstur í ám og gemlingum. Slíkt gera bændurnir í þeim tilgangi að geta skipulagt betur sauðburðinn en ekki síður til að flokka féð í viðeigandi fóðrunarhópa fram að sauðburði. Slíkt nýtir betur fóður og gefur jafnari fæðingarþunga lamba. Með talningunni geta bændur líka haft vissu fyrir hvaða gemlingar og/eða ær hafi í raun misst fóstur ef staðfesting liggur fyrir að fóstur hafi verið til staðar í talningunni. Best er að telja fóstrin á bilinu 45 til 90 dögum eftir fang eða á tímabilinu frá febrúarbyrjun fram í miðjan mars.

Eftirfarandi aðstöðu þarf bóndi að hafa til staðar:


  1. Skoðunarmenn þurfa að fá til afnota utanyfirfatnað (skóbúnað og regnbuxur) meðan á fangskoðuninni stendur!
  2. Best er að til taks séu við skoðunina á hverjum bæ, tveir aðilar auk skoðunarmanns!
  3. 1-3 grindur þurfa að vera til taks!
  4. Féð er skoðað í þar til gerðu búri (líkt vog) Talsvert mikið atriði er að aðstæðum sé þannig fyrir komið að ekki þurfi að færa skoðunarbúnaðinn, t.d. á milli króa!
  5. Ef skoða á í fleiri en einu fjárhúsi á bænum þarf að vera fyrir hendi dráttarvél eða kerra til að flytja búnaðinn þar á milli. (Búnaðurinn er ekki tekinn upp í okkar flutningstæki fyrr en eftir fullnægjandi þrif/sótthreinsun á hverjum bæ!)
  6. Aðgangur að rafmagni þarf að vera fyrir hendi! (framlengingarsnúra)
  7. Aðgangur að vatni við þrif eftirá, þarf að vera fyrir hendi!
  8. Merkjasprey þarf bóndi að hafa til taks til þess að merkja t.d. þrílembur og einlembur eða gelda/einlembda/tvílembda gemlinga.
Tveir sauðfjárbændur í Skaftártungunni hafa fest kaup á sérstakri ómsjá til fósturtalninga sem gerir þeim kleyft að telja fóstrin í gegnum kvið.

Nánari upplýsingar gefa:
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
Ljótarstöðum, Skaftártungu,
Símar: 866- 0790 eða 487-1362.

Elín Heiða Valsdóttir,
Úthlíð, Skaftártungu,
Símar: 848-1510 eða 487-1363
Netfang: elinhv@simnet.is

Pantanir á fangskoðun þurfa að berast sem fyrst svo skipuleggja megi skoðunina á svæðinu í heild.

back to top