Ásetningshlutfall sauðfjár

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið, að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2013 skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að lágmarki 0,6 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2013 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl 2013.


Auglýsing þessi er sett með heimild í 3. mgr. 39. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. september 2012.F. h. r.


Kristján Skarphéðinsson.Ólafur Friðriksson. 

back to top