Álag á sumarslátrun 2006

Yfirborganir Markaðsráðs á dilkaslátrun sumarið 2006 verða samkvæmt eftirfarandi töflu. Einungis er greitt út á flokka E-R:1, 2, 3 og O:1,2.

Sláturvika Yfirborgun
31 [31.-4. ágúst] 1300 kr/dilk
32 [7.-11. ágúst] 1300 kr/dilk
33 [14.-18. ágúst] 1100 kr/dilk
34 [21.-25. ágúst] 800 kr/dilk
35 [28.-1. sept.] 500 kr/dilk
36 [4.-8. sept.] 200 kr/dilk

Um er að ræða verulega hækkun milli ára eins og sjá má með samanburði við álagsgreiðslur 2005 sem birtar eru hér að neðan:

Vika 23-28: 1.150 kr. pr. dilk
Vika 29: 1.050 kr. pr. dilk
Vika 30: 950 kr. pr. dilk
Vika 31: 850 kr. pr. dilk
Vika 32: 750 kr. pr. dilk
Vika 33: 550 kr. pr. dilk
Vika 34: 425 kr. pr. dilk
Vika 35: 225 kr. pr. dilk
Vika 36: 125 kr. pr. dilk

Bændasamtök Íslands sjá um greiðslu álagsins til bænda og verður það greitt í einu lagi fyrir lok október með sama hætti og beingreiðslur.

back to top