Ómmælingar







Eitt mikilvægasta hjálpartæki Búnaðarsambandsins í ráðgjafastarfi í sauðfjárrækt er ómsjáin en með henni er mæld þykkt bakvöðva og fitu á baki. Rannsóknir hafa sýnt að ómsjármæling er mjög öruggur mælikvarði á vöðvafyllingu og fitusöfnun. Með ómsjármælingu ásamt mati á síðufitu og lærum er hægt að spá fyrir um 93,5% breytileka vöðvamagns skrokksins. Þetta starf hefur nú þegar skilað verulegum árangri til bættra kjötgæða.









 
Þetta er mælt
 
Mynd af hrygg úr ómsjá

 
Sami hryggur eftir slátrun



Vöðvalögun









Dæmi um mismunandi
vöðvalögun


Lögun vöðva í ómmælingu
Haustið 1999 var byrjað að gefa einkunn fyrir lögun ómvöðva. Með lögun er átt við hve vel vöðvinn heldur lögun eða breidd sinni út á þverþornið. Gefin er einkunn frá 1 og upp í 5. Skalinn er eftirfarandi:


  1. Illa lagaður vöðvi.
  2. Fremur illa lagaður vöðvi.
  3. Allvel lagaður vöðvi.
  4. Mjög vel lagaður vöðvi.
  5. Frábærlega vel lagaður vöðvi.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá dæmi um mismunandi lögun vöðva. Vöðvinn hægra megin í hryggnum er dæmi um illa lagaðan vöðva sem stigast myndi upp á 1-2. Vöðvinn vinstra megin myndi stigast upp á 4-5 enda heldur hann lögun eða breidd sinni mun betur út á þverþornið. Eins og sjá má gefur stigun fyrir vöðvalögun góða vísbendingu um flatarmál vöðvans.



back to top