Afkvæmarannsóknir

Afkvæmarannsóknir á hrútum
Afkvæmarannsóknir á hrútum þar sem stuðst er ómsjármælingar hafa verið framkvæmdar frá haustinu 1993. Á þessum tíma hefur ómsjáin sannað gildi og skilað verulegum framförum hvað kjötgæði varðar á þeim bæjum sem nýtt hafa sér þessa þjónustu.
Frá og með haustinu 1998 eru upplýsingar um kjötmat einnig nýttar í þessu skyni.

Afkvæmarannsóknir eru með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða minni rannsókn þar sem eingöngu er stuðst við upplýsingar úr kjötmati og hins vegar stærri rannsókn þar sem notaðar eru upplýsingar úr bæði ómmælingu og kjötmati.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir rannsóknir með 5-7 hrútum um kr. 5.000 og rannsóknir með 8 hrútum eða fleiri um kr. 10.000. 

Skilyrði fyrir þátttöku í afkvæmrannsókn eru eftirfarandi:


  1. Viðkomandi bú verður að vera í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna.
  2. Sýna verður a.m.k. 4 hrúta með afkvæmum á sama búi.
  3. Ómmæla skal að lágmarki 8 lömb undan hverjum hrút, öll af sama kyni. Þau eru einnig vegin, mæld og stiguð fyrir ull og læri.
  4. Upplýsingar um sláturflokkun að lágmarki 10-12 lamba undan hverjum hrút liggi fyrir.
  5. Vorupplýsingar þurfa að berast Bændasamtökum Íslands fyrir 20. ágúst ár hvert.
Ómmælingar á gimbrum
Búnaðarsambandið býður bændum upp á ómmælingar á ásetningsgimbrum. Eðlilegt er að sú vinna fari fram t.d. samhliða afkvæmarannsókn og að mældur sé valinn hópur gimbra. Endanlegt ásetningsval bóndans fer svo fram að lokinni ómmælingu.

Fyrirspurnir og pantanir berist til Fanneyjar Ólafar, netfang fol@bssl.is eða Þóreyjar, netfang thorey@bssl.is .

back to top