Nýir hrútar 2012

Skugga Sveinn 07-876 frá Ásgarði, Hvammssveit
Skugga Sveinn er fæddur þrílembingur í Ásgarði vorið 2007 og var í þriðja sæti í flokki mislitra hrúta á héraðssýningu lambhrúta í Dalasýslu þá um haustið. Hann var valinn á stöð sumarið 2012 á grunni jákvæðrar reynslu dætra sem nú eru hátt í 50 talsins á þremur búum í Dalasýslu.

 

  F. Gráni 03-957, Stóru-Tjörnum
  M. Mógolsa 02-398, Ásgarði
  FF. Stapi 01-091, Arnstapa
  FM. Svala 01-019, Stóru-Tjörnum
  MF. Hringur 00-424, Ásgarði
  MM. Golsa 00-006, Ásgarði
  FFF. Prúður 94-834, Lækjarhúsum
  FFM. Grána 98-031, Arnstapa
  FMF. Sekkur 97-836, Hesti
  FMM. Sóla 98-025, Stóru-Tjörnum
  MFF. Prúður 94-834, Lækjarhúsum
  MFM. 97-026, Ásgarði
  MMF. Bútur 99-417, Ásgarði
  MMM. 96-309, Ásgarði

Mál og stigun: 2007-47-109-29/2,7/4,5(S) – 8,0 – 8,5– 8,5 – 8,5 – 8,5 – 17,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 83,5 stig

Afkvæmi Skugga Sveins eru væn og vel gerð en í feitari kantinum. Dætur hans hafa hins vegar sýnt mjög góða frjósemi og eru um leið ágætlega mjólkurlagnar. Nokkrir synir hans hafa einnig staðið sig með ágætum.

Líkt og nafnið gefur til kynna er hann svartur að lit en arfblendinn fyrir mórauðum lit leyfi móðurætt það. Gefur ekki tvílitt.

Kynbótamat: Fita 105 – Gerð 122 – Kjötgæði 111,8 – Mjólkurlagni 111 – Frjósemi 118

Heildareinkunn: 113,6

Arfgerðargreining v/riðusmits: Arfblendinn verndandi

 

Ás 09-877 frá Skriðu, Hörgárdal
Líkt og ættarskráin gefur til kynna er Ás gemlingslamb móður sinnar vorið 2009. Ás hefur vakið athygli fyrir góða gerð afkvæma sinna líkt og kynbótamat hans fyrir kjötgæði gefur til kynna. Þó hann sé sjálfur skyldleikaræktaður einstaklingur er hann fjarskyldur meginhrútalínum á stöð undanfarin ár.

 

 

F. Fálki 08-057, Skriðu
M. Mörk 08-257, Skriðu
FF. Smári 06-058, Smáhömrum
FM. Stöð 07-242, Skriðu
MF. Smári 06-058, Smáhömrum
MM. Kría 03-225, Skriðu
FFF. Bjartur 05-536, Smáhömrum
FFM. 04-417, Smáhömrum
MFF. Bjartur 05-536, Smáhömrum
MFM. 04-417, Smáhömrum
MMF. Ramses 02-053, Skriðu
MMM. Dúfa 98-150, Skriðu

Í framættum er fjöldi hyrndra sæðingahrúta, s.s. Spakur 00-909, Lóði 00-871, Hörvi 92-972, Álfur 90-973, Strammi 83-833 og Gámur 74-891.

Mál og stigun: 2009-50-111-27/3,5/4,5(H) – 8,0 – 8,5– 9,0 – 8,0 – 9,0 – 18,5 – 9,0 – 8,0 – 8,0 = 86,0 stig

Ás hefur einnig verið notaður á fleiri búum og átti haustið 2011 10 dætur sem voru örlítið yfir meðaltali, bæði hvað frjósemi og mjólkurlagni snertir.

Hann er arfhreinn hvítur, gefur hreinhvítt.

Kynbótamat: Fita 122 – Gerð 130 – Kjötgæði 125,2 – Mjólkurlagni 101 – Frjósemi 103

Heildareinkunn: 109,7

 Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Bassi 09-878 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd (keyptur frá Klifmýri, Skarðsströnd)
Bassi er fæddur tvílembingur vorið 2009 á Geirmundarstöðum undan gemling líkt og ætternið gefur til kynna. Hann var seldur þá um haustið að næsta bæ Klifmýri þar sem hann hefur svo verið notaður síðan. Hann hefur vakið athygli fyrir góð kjötgæði afkvæma sinna líkt og hann á kyn til en einnig standa að honum ær sem hafa verið mjög frjósamar gegnum tíðina

.

 

  F. Tenór 08-873, Geirmundarstöðum
  M. 08-940, Geirmundarstöðum
  FF. Þráður 06-996, Hesti
  FM. 06-761, Geirmundarstöðum
  MF. Raftur 05-966, Hesti
  MM. 03-434, Geirmundarstöðum
  FFF. Kveikur 05-965, Hesti
  FFM. 03-249, Hesti
  FMF. Glói 04-591, Geirmundarstöðum
  FMM. 02-340, Geirmundarstöðum
  MFF. Bramli 04-952, Hesti
  MFM. 03-290, Hesti
  MMF. Sólon 01-572, Geirmundastöðum
  MMM. 01-277, Geirmundarstöðum

Mál og stigun: 2009-48-105-27/2,5/4,0(S) – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 17,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 = 82,5 stig

Hann hefur vakið athygli fyrir góð kjötgæði afkvæma sinna líkt og hann á kyn til en einnig standa að honum ær sem hafa verið mjög frjósamar gegnum tíðina.

Bassi er arfhreinn hvítur.

Kynbótamat: Fita 122 – Gerð 132 – Kjötgæði 126,0 – Mjólkurlagni 101 – Frjósemi 114

Heildareinkunn: 113,6

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Gaur 09-879 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi
Gaur er fæddur þrílembingur vorið 2009 á Bergsstöðum. Líkt og ættarskráin gefur til kynna er hann af svipuðum meið og þeir Bergsstaðahrútar sem verið hafa á stöð undanfarin ár.

 

Hann hefur verið að skila góðum lömbum heima á Bergsstöðum sem hafa verið ákaflega jöfn að allri gerð. Kynbótamat hans fyrir mjólkurlagni er hátt og einnig vel yfir meðaltali fyrir frjósemi. Fyrstu vísbendingar um dætur benda til að kynbótamat hans standist vel þær væntingar sem það gefur til kynna.

 

  F. Sóði 08-098, Bergsstöðum
  M. 01-132, Bergsstöðum
  FF. Gotti 05-804, Bergsstöðum
  FM. 04-453, Bergsstöðum
  MF. Deli 98-094, Bergsstöðum
  MM. 99-918, Bergsstöðum
  FFF. Gári 02-904, Hesti
  FFM. 03-301, Bergsstöðum
  FMF. Busi 03-946, Bergsstöðum
  FMM. 03-332, Bergsstöðum
  MFF. Bjálfi 05-802, Hesti
  MFM. 96-614, Bergsstöðum
  MMF. Glói 04-617, Bergsstöðum
  MMM. 96-601, Bergsstöðum

Mál og stigun: 2009-44-108-29/2,5/4,0(S) – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 9,0 – 18,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 85,0 stig

Gaur er arfhreinn hvítur.

Kynbótamat: Fita 128 – Gerð 119 – Kjötgæði 124,4 – Mjólkurlagni 117 – Frjósemi 106
Heildareinkunn: 115,8

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

Gumi 09-880 frá Borgarfelli, Skaftártungu
Gumi er annar tveggja mórauðra hrúta sem tekinn er á stöð sumarið 2012 til að mæta þeim kröfum að sá litur standi sauðfjárræktendum til boða. Hann jafnast þó ekki á við bestu kjötgæðahrútana hvað gerð varðar en hefur verið að gefa fitulítil lömb. Dætur hans lofa hins vegar góðu um að Gumi verði öflugur ærfaðir.

F. Smyrill 04-800, Smyrlabjörgum
M. Gýma 03-303, Borgarfelli
FF. Mosi 03-545, Smyrlabjörgum
FM. Fela 01-145, Smyrlabjörgum
MF. Gýmir 98-562, Borgarfelli
MM. Surtla 06-635, Borgarfelli
FFF. Seðill 01-902, Smyrlabjörgum
FFM. Mongó 98-824, Smyrlabjörgum
FMF. Esra 97-302, Smyrlabjörgum
FMM. Stroka 98-841, Smyrlabjörgum
MFF. Mölur 95-812, Hesti
MFM. Kiða 95-502, Borgarfelli
MMF. Móri 95-474, Borgarfelli
MMM. Veggja 87-735, Borgarfelli

Mál og stigun: 2009-52-109-33/2,9/5,0(H) – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 17,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 = 84,5 stig

Þar sem Gumi er mórauður sjálfur má vænta allra grunnlita hjá afkvæmum hans en hann erfir ekki tvílit.

Kynbótamat: Fita 121 – Gerð 98 – Kjötgæði 111,8 – Mjólkurlagni 115 – Frjósemi 115

Heildareinkunn: 113,9

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Rafall 09-881 frá Úthlíð, Skaftártungu
Rafall er fæddur tvílembingur vorið 2009 í Úthlíð. Hann er fyrsti afkomandi Bjálka frá Hesti inná stöð sem aðeins notaðist eitt ár á sæðingastöð. Rafall hefur verið mikið notaður heima í Úthlíð en einnig á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Afkvæmi hans eru mjög jöfn að gerð ásamt því að hafa sýnt þó nokkuð útslag í vænleika.

 Móðir hans var góð afurðaær og að baki honum standa miklar afurðaær í móðurætt. Hann á stóra dætrahóp sem áttu lömb í fyrsta skipti í vor og var frjósemi þeirra mjög góð. Kynbótamat hans um mjólkurlagni er aðeins undir meðaltali eftir síðasta útreikning en nánari reynsla mun skera úr um hvar hann stendur í þeim efnum.

 

F. 08-501, Úthlíð
M. 03-303, Úthlíð
FF. Bjálki 06-995, Hesti
FM. 04-393, Úthlíð
MF. Dreitill 00-633, Úthlíð
MM. Bomba 99-032, Úthlíð
FFF. Raftur 05-966, Hesti
FFM. 04-514, Hesti
FMF. Stalín 02-024, Úthlíð
FMM. 01-141, Úthlíð dóttir Neista 97-844 frá Svínafelli
MFF. Lækur 97-843, Lækjarhúsum
MFM. 93-607, Úthlíð
MMF. Hvellur 97-545, Úthlíð sonur Bruna 93-988 frá Leirhöfn
MMM. 95-738, Úthlíð

 Rafall er arfhreinn hvítur.

Kynbótamat: Fita 116 – Gerð 118 – Kjötgæði 116,8 – Mjólkurlagni 99 – Frjósemi 103
Heildareinkunn: 106,3

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Partur 09-882 frá Kirkjubóli, Dýrafirði
Partur er fæddur tvílembingur vorið 2009 og vakti þá um haustið strax athygli fyrir glæsilegan bakvöðva sem og atgervi sitt sem einstaklingur. Þegar var svo farið að leita að sonum Fannar 07-808 á sæðingastöð var Partur einn þeirra sem ofarlega var á blaði fyrir glæsilega niðurstöður í afkvæmarannsóknum heima á Kirkjubóli. Þar hafa afkvæmi hans sýnt mikla yfirburði í bakvöðvaþykkt en einnig skilað góðum niðurstöðum í kjötmati. Partur á orðið nokkrar dætur sem eru ágætlega frjósamar ásamt því að vera ágætis afurðarær.

Partur er arfblendinn hvítur og erfir einnig mórauðan lit. Ekki þekkt að hann gefi tvílitt. 

F. Fannar 07-808, Ytri-Skógum
M. 06-647, Kirkjubóli
FF. Alki 06-297, Ytri-Skógum
FM. Rjúpa 06-505, Ytri-Skógum
MF. Lundi 03-945, Bergsstöðum
MM. 02-259, Kirkjubóli
FFF. Hlekkur 02-201, Ytri-Skógum
FFM. Bitta 01-255, Ytri-Skógum
FMF. Blettur 05-967, Ytri-Skógum
FMM. Skrukka 04-413, Ytri-Skógum
MFF. Leki 00-880, Sveinugsvík
MFM. 01-115, Bergsstöðum
MMF. Prettur 99-136, Kirkjubóli sonur Bjarts 93-800 frá Hjarðarfelli
MMM. 99-936, Kirkjubóli

Mál og stigun: 2009-52-110-37/4,0/5,0(H) – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 18,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 86,0 stig

Kynbótamat: Fita 103 – Gerð 122 – Kjötgæði 110,6 – Mjólkurlagni 106 – Frjósemi 103

Heildareinkunn: 106,5

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Stakkur 10-883 frá Kirkjubóli, Dýrafirði
Stakkur er fæddur tvílembingur vorið 2010 á Kirkjubóli og vakti athygli fyrir glæsilegar niðurstöður í afkvæmarannsókn þar haustið 2011 þar sem helstu einkenni afkvæma hans var góð gerð og fita með ólíkindum lítil þrátt fyrir mikinn þroska líkt og kynbótamat hans fyrir fitu gefur til kynna. Í afkvæmarannsókninni var meðalþungi lamba hans 17,5 kg en meðaltal rannsóknarinnar 16,5 kg. Stakkur er nær óreyndur sem ærfaðir utan það að dætur hans sem báru í fyrsta skipti vorið 2012 áttu allar eitt lamb.

Stakkur er arfhreinn hvítur.

  F. Raftur 05-966, Hesti
  M. 07-759, Kirkjubóli
  FF. Bramli 04-952, Hesti
  FM. 03-290, Hesti
  MF. Miðill 06-144, Kirkjubóli
  MM. 04-453, Kirkjubóli
  FFF. Lóði 00-871, Hesti
  FFM. 01-062, Hesti
  FMF. Gári 02-904, Hesti
  FMM. 00-898, Hesti
  MFF. Lundi 03-945, Bergsstöðum
  MFM. 03-363, Kirkjubóli
  MMF. Jökull 03-142, Kirkjubóli
  MMM. 01-105, Kirkjubóli

Mál og stigun: 2010-50-106-32/3,1/4,0(H) – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 17,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 84,5 stig

Kynbótamat: Fita 143 – Gerð 118 – Kjötgæði 133,0 – Mjólkurlagni 111 – Frjósemi 109

Heildareinkunn: 117,7

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Grámann 10-884 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi
Grámann er fæddur einlembingur vorið 2010 á Bergsstöðum en gekk undir sem tvílembingur og vakti athygli fyrir glæsileika sinn sem einstaklingur þá um haustið líkt og dómur hans gefur til kynna. Grámann er grábotnóttur á litinn.

Þegar farið var að leita að sonum Grábotna 06-833 til að leysa hann af hólmi á sæðingastöð kom nafn Grámanns fljótlega uppá yfirborðið en hann átti glæsilegan hóp lamba á Bergsstöðum haustið 2011. Aðalsmerki lamba hans eru þykkir vöðvar hvort heldur sem er á baki eða í lærum.

Grámann er óreyndur sem ærfaðir en dætur hans heima á Bergsstöðum áttu allar eitt lamb vorið 2012, ein þeirra var tvílembd.

Grámann er arfblendinn fyrir gráum og botnóttum lit en erfir ekki mórauðan lit svo vitað sé.

 

  F. Grábotni 06-833, Vogum
  M. Mygla 08-822, Bergsstöðum
  FF. Grímur 01-928, Staðarbakka
  FM. Grábotna 04-364, Vogum
  MF. Móri 05-212, Bergsstöðum
  MM. 05-534, Bergsstöðum
  FFF. Túli 98-858, Leirhöfn
  FFM. Gríma 96-606, Staðarbakka
  FMF. Spakur 02-725, Vogum
  FMM. Branda 00-170, Vogum
  MFF. Máni 04-100, Bergsstöðum
  MFM. 04-481, Bergsstöðum
  MMF. Boði 04-201, Bergsstöðum
  MMM. Botna 02-258, Bergsstöðum

Mál og stigun: 2010-48-111-33/3,0/4,5(S) – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 18,5 – 8,0 – 8,0 – 9,0 = 87,0 stig

Kynbótamat: Fita 118 – Gerð 123 – Kjötgæði 120,0 – Mjólkurlagni 111 – Frjósemi 104

Heildareinkunn: 115,8

Arfgerðargreining v/riðusmits: Arfblendinn verndandi

 

Soffi 10-885 frá Garði, Þistilfirði (keyptur frá Minni-Ökrum, Akrahrepp)
Soffi er annar tveggja mórauðra hrúta sem tekinn er á stöð sumarið 2012 til að mæta þeim kröfum að sá litur standi sauðfjárræktendum til boða. Hann vakti jafnframt athygli fyrir glæsilegan hóp lamba haustið 2011 sem voru vel gerð og sýndu mikið útslag í vænleika. Þó nokkrir álitlegir hrútar komu undan honum og voru settir á þá um haustið.

Soffi er óreyndur sem ærfaðir en ætternismat hans gefur til kynna að hann sé aðeins meira en meðalhrútur í þeim efnum.

Þar sem Soffi er mórauður má vænta allra grunnlita hjá afkvæmum hans leyfi móðurætt það. Jafnframt hefur hann erfðavísi fyrir tvílit.

F. Atli 09-254, Garði
M. Forn 03-363, Garði
FF. Blettur 05-967, Ytri-Skógum
FM. Skila 07-757, Garði
MF. Foss 02-257, Garði
MM. 96-066, Garði
FFF. Sjúss 04-243, Ytri-Skógum
FFM. Djásn 00-199, Ytri-Skógum
FMF. Hnútur 06-256, Garði sonur Mímis 04-951 frá Hesti
FMM. Hneta 04-470, Garði
MFF. Kraftur 01-253, Garði sonur Prúðs 94-834 frá Lækjarhúsum
MFM. Gáfa 00-004, Garði dóttir Bamba 95-829 frá Hafrafellstungu
MMF. Granni 94-652, Garði

Mál og stigun: 2010-48-110-34/3,3/4,5(H) – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 18,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 85,0 stig

Kynbótamat: Fita 123 – Gerð 113 – Kjötgæði 119,0 – Mjólkurlagni 106 – Frjósemi 101

Heildareinkunn: 108,7

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Flórgoði 11-886 frá Hafrafellstungu, Öxarfirði (keyptur frá Sandfellshaga, Öxarfirði)
Flórgoði er nýr forystuhrútur á stöð og allsérstæður á litinn eða mógolsóttur, með blesu og sokka. Hann er einungis veturgamall en hann sýndi strax sem lamb mikla forystuhæfileika samhliða því að vera mjög rólegur í umgegni.

Líkt og sést á ættarskrá hans er hann örlítið skyldur Karli Philip sem verið hefur á stöð undanfarin ár en Móri móðurfaðir hans var faðir Karls.

 

F. Hrekkur 09-109, Vestralandi
M. Tindilfætt 07-002, Hafrafellstungu
FF. Leynir 08-227, Vestralandi
FM. Kríma 97-790, Vestralandi
MF. Móri 04-255, Klifshaga
MM. Hjarðaprýði 98-800, Hafrafellstungu
FFF. Móri 06-221, Vestralandi
FFM. Kríma 97-790, Vestralandi
FMF. Síoxý 91-357, Vestralandi
FMM. Kríma 87-798, Vestralandi
MFF. Morró 02-253, Klifshaga
MFM. Móra, Klifshaga
MMF. Blesi 94-560, Klifshaga
MMM. 95-500, Klifshaga

Arfgerðargreining v/riðusmits: Arfblendinn verndandi

 

Höttur 09-887 frá Húsavík, Steingrímsfirði
Höttur er fæddur tvílembingur vorið 2009 í Húsavík á Ströndum. Hann hefur verið að gefa mjög góð lömb heima í Húsavík undanfarin ár. Þau hafa verið vel gerð og væn en sum þeirra í feitari kantinum. Jákvæð reynsla er hins vegar fengin um dætur hans sem eru frjósamar og einnig vel í meðallagi mjólkurlagnar. Að teknu tilliti til þessara þátta og litar hans var ákveðið að taka hann á sæðingastöð en vænta má allra lita afkvæma hans þar sem hann er arfblendinn fyrir mórauðum lit þó svarhöttóttur sé hann sjálfur.

F. Hnöttur 08-353, Húsavík
M. 03-325, Húsavík
FF. Klettur 07-001, Húsavík
FM. Dimma 04-417, Húsavík
MF. Bósi 01-690, Húsavík
MM. Stórhyrna 00-084, Húsavík
FFF. Spakur 04-056, Húsavík
FFM. 04-433, Húsavík
FMF. Hrímnir 02-763, Húsavík
FMM. 99-907, Húsavík
MFF. Boli 99-874, Heydalsá
MFM. Drottning 98-857, Húsavík
MMF. Kóngur 99-589, Húsavík
MMM. Rák 97-795, Húsavík

Mál og stigun: 2009-47-106-28/3,0/4,0(H) – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 17,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 84,0 stig

Kynbótamat: Fita 108 – Gerð 125 – Kjötgæði 114,8 – Mjólkurlagni 103 – Frjósemi 110

Heildareinkunn: 109,3

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

Glæsir 09-888 frá Sauðadalsá, Vatnsnesi
Glæsir er fæddur tvílembingur á Sauðdalsá vorið 2009 og er einn fjölmargra sona Boga 04-814 sem fram hafa komið víðs vegar um land eftir að Bogi fór á sæðingastöð. Afkvæmi hans hafa verið vel gerð og fitulítil miðað við vænleika. Dætur hans hafa síðan sýnt mikla frjósemi og góða mjólkurlagni svo Glæsir ber líklega nafn með rentu og er feikilega mikill alhliða kynbótahrútur.

Rétt er að nefna að afkvæmahóp sonar hans á Sauðadalsá sem aðeins lifði eitt ár haustið 2011. Sá hópur tók hóp Glæsis fram í vöðvaþykkt og bakvöðvaþykkti líklega sú mesta sem mælst hefur hjá afkvæmahóp kollótts hrútar á Íslandi.

Glæsir er arfhreinn hvítur.

 

F. Bogi 04-814, Heydalsá
M. 06-652, Sauðadalsá
FF. Erpur 01-919, Heydalsá
FM. 01-505, Heydalsá
MF. Kjói 04-816, Sauðadalsá
MM. 04-412, Sauðadalsá
FFF. Óri 98-564, Heydalsá
FFM. 97-286, Heydalsá
FMF. Páfi 00-657, Heydalsá
FMM. 98-339, Heydalsá
MFF. Spói 98-163, Sauðadalsá
MFM. 02-238, Sauðadalsá
MMF. Kópur 02-180, Sauðadalsá
MMM. Urður 96-612, Sauðadalsá

Mál og stigun: 2009-55-111-28/3,5/4,0(S) – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 17,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 84,5 stig

Kynbótamat: Fita 126 – Gerð 124 – Kjötgæði 125,2 – Mjólkurlagni 112 – Frjósemi 105

Heildareinkunn: 114,1

Arfgerðargreining v/riðusmits: Arfblendinn verndandi

 

Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Eyjafjöllum
Baugur er fæddur tvílembingur vorið 2010 á Efstu-Grund og er einn fjölmargra sona Boga 04-814 sem nú eru víðs vegar um land. Baugur vakti athygli haustið 2011 fyrir glæsilegan lambahóp í alla staði og hlaut hann meðal annars verðlaun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir besta hóp sláturlamba í Rangárvallasýslu það haust. Lömbin voru væn, vel gerð og fitulítil.

Baugur er óreyndur sem ærfaðir en kynbótamat hans er sterkt fyrir þá eiginleika.

Baugur er arfhreinn hvítur.

 

  F. Bogi 04-814, Heydalsá
  M. Varpa 08-341, Efstu-Grund
  FF. Erpur 01-919, Heydalsá
  FM. 01-505, Heydalsá
  MF. Erill 06-242, Skarðshlíð
  MM. Kúla 07-317, Efstu-Grund
  FFF. Óri 98-564, Heydalsá
  FFM. 97-286, Heydalsá
  FMF. Páfi 00-657, Heydalsá
  FMM. 98-339, Heydalsá
  MFF. Snigill 05-249, Skarðshlíð sonur Orms 02-933 frá Heydalsá
  MFM. Kverk 02-266, Skarðshlíð
  MMF. Lundi 03-945, Bergsstöðum
  MMM. Diljá 01-107, Efstu-Grund

Mál og stigun: 2010-45-104-29/2,8/3,5(H) – 8,0 – 8,0 – 7,5 – 8,5 – 8,5 – 17,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 = 82,0 stig

Kynbótamat: Fita 137 – Gerð 117 – Kjötgæði 129,0 – Mjólkurlagni 108 – Frjósemi 103

Heildareinkunn: 113,3

Arfgerðargreining v/riðusmits: Hlutlaus

 

 

back to top