Sauðfjársæðingar 2012

 

Afgreiðsla á fersku hrútasæði frá stöðinni hefst 1. desember og stendur samfellt til 21. desember. Áður en sæðistaka hefst er hægt að panta sæði í síma 480-1800, eða hjá Sveini Sigurmundssyni í síma 480-1801 og 894-7146. Fax er 480-1818. Vefsíða er www.bssl.is. Pantanir gegnum síma þurfa að berast fyrir kl. 9 á morgnana í 482-1920. Sæðispantanir berist á netfangið sveinn@bssl.is  deginum áður. Pantanir utan Suðurlands þurfa að berast með góðum fyrirvara og æskilegt að þær fari í gegnum búnaðarsamböndin. Fyrir Austur-Skaftafellsýslu (ekki Öræfi eða Suðursveit) sér Grétar Þorkelsson um pantanir í síma 864-6487. Bændur eru hvattir til að vanda pantanir. Innheimt verður 70% af pöntuðu sæði.

 

1. Verð á sæði.
Sæðisskammturinn í eina á mun kosta kr 650,-. Magnafsláttur er veittur þegar einstaklingar eða fjárræktarfélög sjá um pantanir á sæði og skipulagningu heima fyrir. Sæðið kostar kr 590,- þegar milli 50 og 100 ær eru sæddar, kr 550,- þegar 100 ær eða fleiri eru sæddar og kr 520,- til búnaðarsambanda. Frosið sæði kostar 650,- kr í eina á og er ekki um magnafslátt að ræða þar. Lágmarksafgreiðsla frá stöðinni er 1 strá eða sæði í 5 ær. Flutningskostnaður verður tekinn sé um aukasendingar utan skipulagðra daga að ræða. Öll verð eru án vsk. Uppgjöri skal lokið fyrir áramót.

2. Skráning á sæðingum.
Skrá skal allar sæðingar inn á fjárvís.is af viðkomandi bónda/ sæðingamanni, helst samdægurs eða í síðasta lagi 22. desember. Vinsamlega sendið tölvupóst á sveinn@bssl.is  um að skráningu sé lokið. Þeir sem nota áfram sæðingabækur og hafa ekki tök á að skrá sjálfir sendi þær inn í síðasta lagi fyrir 22. desember.

3. Sæðingatæki.
Stöðin útvegar og selur sæðingatæki meðan birgðir endast. Þegar fjárræktarfélög sjá um skipulag sæðinga mun Sauðfjársæðingastöðin útvega sæðingatæki endurgjaldslaust, að öðrum kosti verða þau leigð fyrir kr. 3000-.
Svæðisskipting. Verður breytt núna og ekið að Klaustri frá 9. til 12. desember og svo að Hvolsvelli næstu 4 daga. Útsending á sæði í Austur-Skaftafellssýslu miðast að mestu við ferðir Hópbíla.

A. Frá 9.-12. des. Vestur Skaftafellssýsla, Eyjafjöll og Landeyjar.
B. Frá 13.-16. des. Rangárþing Ytra, Ásahreppur, Fljótshlíð og Flói.
C. Frá 17.- 20. des. Uppsveitir Árnessýslu og vestan Ölfusár.
D. Austur-Skaftafellsýsla. Stefnt er að ferðum 2. des, 4. des. 6.des og að 9. des Að auki 11. des. og 14. des.

 

4. Sæðinganámskeið.
Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið þann 29. nóvember að Stóra Ármóti og hefst kl. 13.00. Umsóknafrestur til. 24. nóvember. Sjá frekar og skráning á endurmenntun@lbhi.is.

Á síðasta ári voru 13.021 ær sæddar með fersku sæði frá stöðinni hér á landi. Fryst sæði innanlands fór í 566 ær. Alls sæði í 13.587 ær. Þá voru 169 skammtar af frystu sæði sent til U.S.A.

 

back to top