Fréttir

21. nóvember 2014
Hæst dæmdu hrútarnir í Rangárvalla- og Árnessýslu
Mynd af fundargestum á Heimalandi 21.11.2014

Nú þegar haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er lokið birtum við hér niðurstöður úr Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Rangárvallasýslu voru í fyrsta sæti Álfhólar, öðru sæti var Teigur 1, þriðja sæti var Stóri-Dalur, fjórða sæti voru Ytri-Skógar og í fimmta sæti var Hemla 2. Í Árnessýslu var Háholt efst, í öðru sæti voru Brúnastaðir, í því þriðja var Björk 2, í fjórða sæti voru Litlu-Reykir og í því fimmta var Þverspyrna.  Hér fyrir neðan má sjá töflur yfir lambhrútana og efstu hrútana í Blup kynbótamati.  Lesa meira

Úttektum jarðabóta lokið
armot_korn_2013

Nú hafa starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands lokið við úttektir jarðabóta þetta árið.  Alls voru rúmlega 400 umsóknir sem þurfti að taka út hér á Suðurlandi en á landinu öllu voru umsóknir 1155.  Heildarhektarafjöldi úttekinn á Suðurlandi var um 5.300 ha en á landinu öllu voru teknir út um 11.300 ha.  Sunnlenskir bændur voru því duglegir að rækta á síðasta ári þó uppskera hafi verið misjöfn.  Við úttektir kom það sér vel hve margir bændur eru með góð túnkort en einnig kom í ljós að yfirfara þarf þau á mörgum bæjum.  Það sparar mikinn tíma að hafa góð túnkort og einfaldar alla vinnu.

Lesa meira

20. nóvember 2014
Hæst dæmdu hrútar í Skaftafellssýslum 2014
hrsyn_581Bfornustekkum

Nú standa haustfundir sauðfjárræktarinnar yfir á Suðurlandi og birtum við hér niðurstöður úr Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Austur- Skaftafellssýslu voru í fyrsta sæti Fornustekkar, öðru sæti var Svínafell 2 og 4, þriðja sæti var Ártún, fjórða sæti var Hvammur og í fimmta sæti var Hlíð. Í Vestur-Skaftafellssýslu var Kerlingadalur efstur, í öðru sæti var Ásgarður, í því þriðja var Sólheimahjáleiga, í fjórða sæti var Hraungerði og í því fimmta var Hörgsland.  Hér fyrir neðan má sjá töflur yfir lambhrútana og efstu hrútana í Blup kynbótamati.

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Það eru 1 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top