Fréttir

17. október 2017
Dagur sauðkindarinnar í Rangárþingi

Dagur sauðkindarinnar í Rangárþingi var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli í 10. sinn. Þar mættu bændur frá Þjórsá að Markarfljóti með úrvalsgripi sína og voru þeir dæmdir og verðlaunaðir. Dæmt var í þremur flokkum lambhrútum veturgömlum hrútum og gimbrum. Verðlaun voru einnig veitt fyrir litfegursta lambið og 5 vetra ær sem voru efstar í kynbótamati í sýslunni, ræktunarbú ársins og þyngsta lambið.

Lesa meira

5. október 2017
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur

Á morgun 6. október mun MAST opna fyrir umsóknir um  jarðræktarstyrki og landgreiðslur, umsóknafresturinn er til 20. október og verður ekki framlengdur.

Það sem þarf að vera klárt svo umsókn takist er, rétt skráð túnkort og skráning upplýsinga (uppskera ofl.) í jord.is þarf að vera lokið.  Mikilvægt er að hafa samband við Búnaðarsamband Suðurlands sem fyrst ef breyta þarf túnkorti.  Bændur á svæðinu hafa fengið bréf (þ.e. þeir sem við höfðum netföng hjá) þar sem farið er yfir þá þætti sem þurfa að vera til staðar til að hægt sé að ganga frá umsókn, bréfið má lesa hér fyrir neðan.

Lesa meira

4. október 2017
Einangrunarstöð

Í dag er verið að vinna við innréttingar og að klæða húsið að utan. Einangrunarstöðin er 526 m2 og í alla staði vönduð bygging. Veggir uppsteyptir, límtréssperrur og yleiningar í þaki. Húsið skiptist í 3 hluta. Uppeldisfjós vegna sölu á lífgripum, millibyggingu m.a vegna sæðistöku og sóttvarna og kúahluta fyrir 20 kýr. Undir hvoru fjósi eru aðskildir haugkjallarar með kanalkerfi. Búið er að girða landið sem er 47 ha með tvöfaldri girðingu sem er 3,2 km að lengd.
Í Noregi bíða 40 fósturvísar eftir því að innflutningsleyfi fáist sem vonandi gerist á næstu dögum. Búið er að festa kaup á 36 kúm af bændum sem þegar hafa verið fluttar á staðinn.

 

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top