Fréttir

31. október 2014
Frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands
hrútar 093

Á meðfylgjandi mynd má sjá hrútana Radix, Drumb, Vörð, og Kölska.  Hér fyrir neðan er listi yfir alla hrúta sem verða til notkunar á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands en þar verða 17 hyrndir hrútar, 6 kollóttir 2 forystuhrútar, ferhyrndur hrútur og feldhrútur.  Lesa meira

28. október 2014
Fréttir af Sauðfjársæðingastöð Suðurlands
Höfðingi frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, Dalasýslu.

Nú eru allir nýir hrútar sem teknir hafa verið inn á sauðfjársæðingastöðvarnar þetta árið komnir í Þorleifskot. Í gær mættur ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Eyþór, Lárus og Eyjólfur og skrifuðu lýsingu á hrútunum og Emma frá Landbúnaðarháskóla Íslands skoðaði og gæðamat ullina. Alls eru þetta 21 hrútar. Hyrndir eru 11 talsins, forystuhrútur og svo er mikil endurnýjun í kollóttu hrútunum en þar kom 9 nýir hrútar. Sæðistaka og djúpfrysting á sæði hefst innan skamms. Skipting milli stöðvanna verður svo ákveðin fljótlega.

Lesa meira

23. október 2014
Nýr fræðsluvefur um munn hestsins
islenski_hesturinn

Fræðsluvefur um munn hestsins var formlega opnaður á Landsþingi LH 2014.
Markmið vefsíðunnar er að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til reiðar. Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top