Fréttir

22. október 2014
Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lambhrútar nr. 1 og 3.  Það eru Tjaldhólabræður Guðni Steinarr og Ragnar Rafael sem halda í þá.

Dagur sauðkindarinnar var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli 18. október sl.  Það var Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sá um daginn sem var haldinn í 7. sinn.
Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Eins voru verðlaun fyrri ræktunarbú ársins í Rangárvallasýslu, bestu 5 vetra ána, litfegursta lambið að mati gesta, þyngsta dilkinn í sýslunni og bestu gimbrina.   Lesa meira

14. október 2014
Munið að skrá tjón af völdum álfta og gæsa!
armot_gaesir_alftir

Bændur eru hvattir til að skrá í Bændatorgið allt tjón af völdum álfta og gæsa, eða hafa samband við Búnaðarsamböndin eða Bændasamtök Ísland og fá aðstoð við útfyllingu.  Til þess að hægt sé að kortleggja tjónið er mikilvægt að safna upplýsingum.  Í dag hefur verið mikil umræða um það tjón sem bændur verða fyrir og ekki alltaf auðvelt að meta það til fjár, því margir þættir koma þar inní. Lesa meira

9. október 2014
Kornskurður á Stóra-Ármóti
armot_korn_brotið_2014

Vegna mikillar vætu í september hefur víðast dregist á langinn að þreskja kornið á Suðurlandi. Á meðan hafa vindar, jafnvel snjór sem og gæsir og álftir gert stórskaða. Síðasta föstudag hófst kornskurður á Stóra Ármóti. Þá gerði slyddu og krapahríð svo ekki var hægt að aðhafast fyrr en eftir helgi. Áætla má að uppskeran sé svona helmingur af því sem orðið hefði. Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top