Fréttir

24. ágúst 2017
Réttir á Suðurlandi haustið 2017

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða laugardaginn 9. september, en þá verður réttað í Tungnaréttum, í Biskupstungum, í Árnessýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fá staðfestingu á réttri dag- og tímasetningu.  Hér fyrir neðan má sjá listann yfir Suðurland. Lesa meira

21. ágúst 2017
Einangrunarstöðin á Stóra-Ármóti

Framkvæmdir við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holdagripi hefur staðið yfir á Stóra Ármóti. Á dögunum var þakið sett á og því byggingin farin að taka mynd á sig. Byggingin er 520 m2 og er annarsvegar fyrir þær 20 holdakýr sem fyrirhugað er að verði þarna og svo einangrunarhluti fyrir þá gripi sem seldir verða út frá búinu. Á milli þeirra er aðstöðurými og hreinlætisaðastaða. Búið er að taka 58 fósturvísa úr Aberdeen Angus gripum í Noregi sem verða fluttir til landsins um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir. Vonast er til að hægt verði að setja fósturvísana upp í haust eða byrjun vetrar.  Lesa meira

16. maí 2017
Hættan af innflutningi á ferskum matvælum

Hættan af innflutningi á ferskum matvælum er yfirskrift fundar sem verður í Þingborg fimmtudaginn 18. maí n.k. kl. 20.30.  Á fundinum flytja erindi sérfræðingar í fremstu röð og gera grein fyrir þeim hættum sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landsins. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Það eru 3 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top