Fréttir

12. apríl 2017
Viðurkenning fyrir langa og farsæla stafsævi.

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var að Félagslundi Flóa 11. apríl var þremur starfsmönnum Búnaðarsambandsins veitt viðurkenning fyrir langa og farsæla stafsævi.  Kristjáni Bj Jónssyni fyrir 43 ára starf sem jarðræktarráðunautur, sem er erlendis og gat ekki tekið við viðurkenningunni. Smára Tómassyni fyrir 42 ára starf sem frjótækni og Þorsteini Ólafssyni dýralækni fyrir 31 árs starf að frjósemi nautgripa og sauðfjár.

Búnaðarþingsfulltrúar 2018 og 2019

Kosningar til Búnaðarþings fyrir árin 2018 og 2019 fóru fram á aðalfundi BSSL að Félagslundi 11. apríl.

Stjórnin skipti með sér verkum og þar var Gunnar Kr Eiríksson kjörin formaður og er hann því sjálfkjörin á Búnaðarþing samkvæmt samþykktum BSSL. Eftirtaldir aðilar aðrir voru kjörnir á Búnaðarþing fyrir Búnaðarsamband Suðurlands,  Erlendur Ingvarsson, Skarði, Ragnar Lárusson, Stóra Dal, Ólafur Þ Gunnarsson, Giljum, Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey, Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti, Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð.   Lesa meira

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands sá 109. var haldinn 11. apríl að Félagslundi Flóahreppi. Fundurinn heppnaðist vel enda góð aðstaða til fundahalda og veitingar kvenfélagsins með því besta sem gerist. Alls mættu 40 fulltrúar af þeim 47 fulltrúum sem seturétt hafa. Fyrir utan hefðbundinn aðalfundarstörf flutti Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ ávarp og Sigurður Loftsson formaður Nautís sagði frá stöðu mála við uppbyggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti. Kosið var um 2 fulltrúa í stjórn úr Árnessýslu. Gunnar Kr Eiríksson og Helgi Eggertsson voru kosnir til næstu þriggja ára og til vara Þórunn Andrésdóttir og Ragnar F. Sigurðsson.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top