Fréttir

7. júní 2018
Heimsókn á kornakra á Suðurlandi

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 13. júní og 14. júní í Hornafirði. Hann verður á landinu frá 11.-14. júní og mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum nálægum stöðum. Þar verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.   Lesa meira

7. maí 2018
Breyting á sæðingagjöldum

Við innheimtu sæðingagjalda er miðað við fjölda fullorðinna kúa á forðagæsluskýrslu MAST á viðkomandi búi um síðustu áramót. Við þá tölu er bætt 25% sem er áætlaður fjöldi kvígna sem sæddar verða.
Innheimta sæðingargjalda fer fram ársfjórðungslega þ.e. 4 x á ári, en þar sem tölur um kúafjölda um liðin áramót liggja ekki fyrir hjá MAST fyrr en á vordögum þá breytist grundvöllur innheimtunnar ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi hvers árs. Lesa meira

23. apríl 2018
Frá aðalfundi BSSL

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl mættu 35 fulltrúar frá 28 aðildarfélögum.var Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þar sem formaður flutti skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði reikninga og starfsemi BSSL . Niðurstaða reikninga er rúm milljón í hagnað og rekstrartekjur upp á 292 milljónir. Sigurður Eyþórsson fór yfir helstu mál sem voru til umfjöllunar á Búnaðarþingi og mál sem eru á borði Bændasamtakanna. Þá fór Runólfur Sigursveinson yfir verkefni og starfsemi RML. Á fundinum störfuðu; fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og fagmálanefnd.
Kosið var um tvo stjórnarmenn og tvo í varastjórn úr Rangárvallasýslu til næstu þriggja ára.
Aðalmenn voru kosnir Ragnar Lárusson í Stóra-Dal með 31 atkvæði og Erlendur Ingvarsson í Skarði með 29 atkvæði.
Varamenn voru kosin Borghildur Kristinsdóttir í Skarði með 26 atkvæði og Sigurður Sæmundsson Skeiðvöllum með 16 atkvæði.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top