Fréttir

27. mars 2015
Sauðfé og bændur í borginni
saudfe og bændur

Nú um helgina fer fram rúningskeppni um Gullklippurnar 2015. Keppnin fer fram í portinu á KEX Hostel í Reykjavík.  Þar munu þaulvanir rúningsmenn keppa og að þessu sinni kemur dómarinn alla leið frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem jafnframt mun sýna eigin aðferð með handklippum.  Sigurvegari í fyrra var Julio Cesar Gautierrez, Hávarðsstöðum og spurning hvort hann verji titilinn í ár.

Fagráðstefna sauðfjárrækarinnar í beinni
logo_ls1

Í dag hefst fagráðstefna sauðfjárræktarinnar í ráðstefnusalnum Heklu á Hótel Sögu (kl.14.30). Ráðstefnunni verður streymt á netinu fyrir þá sem ekki geta sótt hana.  Þetta kemur frá á vef Landssamtaka sauðfjárbænda saudfe.is, en ráðstefnan er í tengslum við aðafund samtakana sem stendur nú yfir.  Dagskrá ráðstefnunar sem ber yfirskriftina „Beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum – sóknarfæri í aukningu afurða“ má nálgast á saudfe.is.

26. mars 2015
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi
Logo_BI_UST

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda verður haldin föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands og verða mörg áhugaverð erindi flutt, eins og sjá má í meðfygljandi dagskrá.  Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þessi mál, ráðstefnan er öllum opin.   Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top