Fréttir

23. apríl 2014
Sunnlenski sveitadagurinn 2014
sunnlenski sveitadagurinn 2014

Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem gestum er boðið að upplifa sveitastemmningu og bragða á afurðum bænda. Undanfarin ár hefur Félag kúabænda heilsteikt naut á staðnum og Félag sauðfjárbænda grillað lambakjöt, og hafa gestir kunnað vel að meta það. Sunnlenskir bændur fá tækifæri til að kynna og selja afurðir sínar á sýningarsvæðinu og kennir þar ýmisa grasa, enda stór atvinnugrein á Suðurlandi. Gefið er smakk af ýmiskonar matvörum beint frá býli, margvíslegt handverk og listmuni á markaðstorgi. Sýning er á landbúnaðarvélum nýjum og gömlum og tæki og tól eru til sölu. Mörg góð tilboð eru í boði, en á Sunnlenska sveitadeginum hafa menn gert góð kaup í smáu og stóru.

Lesa meira

18. apríl 2014
Gleðilega páska
gledilega_paska

Búnaðarsamband Suðurlands óskar Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

13. apríl 2014
Fjárhúsbygging á Stóra-Ármóti
Stora_Armot_fjarhus2_09.04.2014

Nú í vikunni hófst bygging á nýju Fjárhúsi á Stóra-Ármóti.  Byggingin á að vera 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.  Öll vinnuaðstaða mun batna til muna auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé.   Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top