Fréttir

13. apríl 2014
Fjárhúsbygging á Stóra-Ármóti
Stora_Armot_fjarhus2_09.04.2014

Nú í vikunni hófst bygging á nýju Fjárhúsi á Stóra-Ármóti.  Byggingin á að vera 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.  Öll vinnuaðstaða mun batna til muna auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé.   Lesa meira

12. apríl 2014
Nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands
ragnar_larusson

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var kosið um nýjan stjórnarmann úr Árnessýslu, en Guðbjörg Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.  Kosning fór þannig fram að Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn í aðalstjórn, varamenn eru þau Helgi Eggertsson, Kjarri og María Hauksdóttir, Geirakoti.  Stjórnarfundur var haldinn í kjölfarið og var kosið um stjórnarskipan. Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal var kosinn formaður, Gunnar Kristinn Eiríksson, Túnsbergi varaformaður og Jón Jónsson, Prestbakka ritari. Meðstjórnendur eru Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti og Erlendur Ingvarsson, Skarði.

10. apríl 2014
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Ársrit BSSL 2013 (2)

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður föstudaginn 11. apríl í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Dagskrá fundarins verður auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Ávarp Eiríks Blöndal framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, en einnig mun Jón Baldur Lorange kynna flutning á stjórnsýsluverkefnum frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.  Kosið verður um tvo stjórnarmenn í Árnessýslu og tvo til vara, en Guðbjörg Jónsdóttir formaður mun láta störfum.  

Fara í fréttalista
back to top