Fréttir

11. janúar 2018
Bændafundir BÍ – Búskapur er okkar fag 

Í næstu viku mun forystufólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur, yfirskrift fundanna er „Búskapur er okkar fag“.  Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar, á Suðurlandi verða fundirnir á þrem stöðum Kirkjubæjarklaustri 17.janúar í Kirkjuhvoli kl. 20.30, þann 18. janúar verða fundirnir í Rangárvallasýslu á Heimalandi kl. 12.00 og í Árnessýslu í Þingborg kl. 20.30. Á fundina mæta fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og ræða um framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu.  Lesa meira

21. desember 2017
Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 50. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu mjög vel. Þátttakan var jöfn en að venju minnst ásókn fyrstu og síðustu dagana. Mikill samdráttur var í útsendingu á sæði en alls var sent sæði út frá stöðinni í 17.700 ær. Miðað við 70 % nýtingu á sæði er verið að tala um að 12.386 ær væru sæddar með fersku sæði frá stöðinni þetta árið sem er fækkun um liðlega 3.200 ær frá því í fyrra sem reyndar var metár. Sæðistakan gekk vel enda álagið á hrútana lítið fyrir utan Bergsson sem gaf ónothæft sæði nær alla daga og svo gaf Kubbur upp öndina 5. desember
Mest var sent úr Mávi frá Mávahlíð, eða 1.835 skammtar, þá var Lási frá Leifsstöðum Öxarfirði i með 1.500 skammta, þá Burkni frá Mýrum, Hrútafirði með 1.405 skammta, Óðinn frá Skörðum Miðdölum með 1.220 skammta, og Dreki frá Hriflu með 1.170 skammta.
Að lokum, þakkar það starfsfólk Kynbótastöðvar sem vann að sauðfjársæðingum bændum ánægjulegt samstarf á þessarri vertíð. Lesa meira

28. nóvember 2017
Opið hús í einangrunarstöð Nautís Stóra-Ármóti

Í tilefni þess að bygging einangrunarstöðvar fyrir holdagripi er langt komin og fósturvísarnir verða brátt settir upp, verður Nautgriparæktarmiðstöð Íslands með opið hús að Stóra-Ármóti laugardaginn 2. desember n.k. frá kl. 13.30-16.30. Þar gefst áhugafólki um nautgriparækt kostur á að skoða aðstöðuna og kynna sér fyrirhugaða starfsemi. Kaffiveitingar verða í boði stöðvarinnar og allir velkomnir.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top