Fréttir

6. janúar 2017
Fræðslufundur FKS

Fimmtudaginn 12. janúar mun Félag kúabænda á Suðurlandi halda fræðslufund. Fundurinn verður í sal MS Selfossi og hefst kl 14.00. Aðalefni fundarins verður um erfðamengisúrval (genomic selection).

Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mun segja frá verkefni þessu tengdu sem er að byrja, möguleikum á flýtingu erfðaframfara og svara spurningum.

Fundurinn er í framhaldi af fundi félagsráðs FKS og er opinn kúabændum.

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi.

Bændafundir BÍ

Bændasamtök Íslands halda bændafundi víða um land í upphafi næstu viku, dagana 9. – 11. janúar. Fundarefnið er tvíþætt, annars vegar upptaka félagsgjalda hjá BÍ og hins vegar nýjar reglugerðir sem tengjast nýgerðum búvörusamningum. Farið verður yfir áhrif nýrra búvörusamninga á rekstur bænda. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og ræða sín hagsmunamál við forystufólk samtakanna. Lesa meira

Æskuminningar Hjalta Gestssonar frá Hæli

Hjalta Gestsson ráðunaut og fyrrum framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands þarf ekki að kynna fyrir bændum.  Nú fyrir jólin kom út bók um æskuminningar hans, sem ber heitið Þættir, Hjalti Gestsson frá Hæli.  Bókin er gefin út í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hjalta og eru það börnin hans sem gefa bókina út.  Hjalti var búin að skrifa um æskuár sín á Hæli og skólagöngu sína fram að stúdentsprófi, auk þess sem Hjalti skrifar er í bókinni æviágrip föðurbróður hans Eiríks Einarssonar, alþingismanns og bankastjóra, eins er þáttur um afasystur Hjalta Guðrúnu Gísladóttur.  Bókin er til sölu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top