Fréttir

28. júlí 2014
Ertu búinn að sækja um jarðabætur?
Kornakur í byrjun september

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband við Búnaðarsamband Suðurlands (sími 480 1800), eða Bændasamtök Íslands (sími 563 0300). Lesa meira

4. júlí 2014
Sumarlokun BSSL
lambagras_lítið

Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudagsins 25. júlí, opnum mánudaginn 28. júlí.  

Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is

Lesa meira

30. júní 2014
Rafræn skráning á tjóni vegna álfta og gæsa
fuglar_alftir

Nú er búið að opna fyrir skráningu á tjóni vegna álfta og gæsa á ræktunarlandi.  Þetta er gert á Bændatorginu og eru bændur hvattir til að skrá það tjón sem þeir verða fyrir. Nú er búið að útbúa rafrænt skráningarform fyrir bændur í Bændatorginu, í þeim tilgangi að halda utan um ágang og tjón af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og til ákvörðunartöku fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið skilar ekki árangri nema bændur taki þátt og skrái allt skilmerkilega.   Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Það eru 3 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top