Fréttir

2. febrúar 2016
Aðalfundur FKS
kyr-hopmynd

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í gær á Hótel Stracta á Hellu.  Mikið fjölmenni var á fundinum og menn almennt ánægðir og vel upplýstir að fundi loknum.  Auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa, kosninga o.þ.h. mættu á fundinn Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ, Sigurður Loftsson formaður LK og Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu, fóru þeir yfir það helsta sem brennur á bændum þessa dagana, þ.e. nýjan búvörusamning og rekstur MS.  Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK fór yfir helstu verkefni framundan, Hrafnhildur Baldursdóttir, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti sagði frá tilraun sem þar er í gangi og Ragnar Lárusson formaður Búnaðarsambands Suðurlands veitti verðlaun fyrir afurðir 2015.

Lesa meira

25. janúar 2016
Tilraun á Stóra-Ármóti 2016
efnainnihald_mjolkur

Tilraun fór af stað þann 11. Janúar 2016 á tilraunabúinu Stóra-Ármóti. Tilraunin nefnist „Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald“. Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson hafa unnið síðustu mánuði að uppsetningu tilraunarinnar.

Megin spurningar verkefnisins eru tvær. 1) Hefur fituviðbót (C:16) í kjarnfóðri áhrif á efnainnihald mjólkur. 2) Skiptir máli á hvaða formi sú fita er þ.e. sem duft út í heilfóður eða sem kögglar. Lesa meira

20. janúar 2016
Tilraunamaður ráðinn á Stóra-Ármót
Baldur Indriði Sveinsson, tilraunamaður

Búnaðarsamband Suðurlands hefur ráðið Baldur I.Sveinsson sem tilraunamann á Tilraunabúið á Stóra-Ármóti frá janúar 2016 til maí 2016. Baldur lauk Búvísindanámi frá Hvanneyri vorið 1981. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1981 og 1982. Eftir það hóf hann búskap á Drumboddstöðum ásamt konu sinni Betzy Marie Davidson. Keyptu þau svo jörðina Litla-Ármót árið 1984 og stunduðu þar búskap til ársins 2013 með aðaláherslu á mjólkurframleiðslu. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top