Fréttir

29. september 2016
Heimsókn á Stóra-Ármót
20160926_140349minni

Nú í vikunni kom Þóroddur Sveinsson kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands með nemendur frá skólanum í heimsókn á Stóra-Ármót.  Þetta voru 15 nemendur sem hófu nám í Búvísindum í haust, áfanginn sem Þóroddur kennir heitir Inngangur að búvísindum og í þeim áfanga eru vettvangsferðir hluti að náminu.  Hrafnhildur Baldursdóttir fræddi nemendur um tilraunastarfið og gengu svo um húsin og skoðuðu staðinn.  Meðfylgjandi myndir tók Þóroddur í heimsókninni.

Lesa meira

10. september 2016
Umsóknarfrestur framlengdur til 21. september vegna jarðræktarstyrkja
korn-2016a-minni

Matvælastofnun hefur ákveðið að framlengja umsóknafrest um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða til miðvikudagsins 21. september n.k. Við minnum bændur á að aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, en hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið.

Lesa meira

2. september 2016
Kornskurður á Stóra-Ármóti
Korn 2016

Kornþresking er hafinn víða á Suðurlandi og m.a. á Stóra-Ármóti, kornið virðist vel þroskað og uppskera lítur vel út. Uppskerutölur eru þó ekki komnar þar sem kornskurður stendur enn yfir.   Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top