Fréttir

16. febrúar 2017
Opið fjós á Hurðarbaki í Flóa

Ábúendur á Hurðarbaki í Flóahrepp standa fyrir opnu fjósi föstudaginn 17. febrúar milli kl. 15 og 17. Til sýnis verður ný 670 fm viðbygging fyrir 68 mjólkurkýr með LELY mjaltaþjóni. Húsið verður tekið í notkun á næstu dögum. Allt áhugafólk um landbúnaðarbyggingar velkomið. Kaffi og léttar veitingar.

2. febrúar 2017
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 13. febrúar n.k. fundurinn hefst kl. 12.00.  Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan, en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá Bí vera með erindi, Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK mun fara yfir stöðu verkefna hjá LK, Búnaðarsamband Suðurlands mun veita viðurkenningar fyrir afurðahæsta kúabúið og afurðahæstu kúnna á Suðurlandi auk viðurkenningar fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2016.

Lesa meira

30. janúar 2017
Metþátttaka í sauðfjársæðingum haustið 2016

Alls voru sæddar 15570 ær með fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands haustið 2016 og er mesta notkun frá upphafi. Veður og færð var okkur hagstætt en þó brugðust flugsamgöngur tvívegis. Nýting á útsendu sæði var tæp 68% sem er aðeins meira en í fyrra en þó varla viðunandi. Mikil aukning í sæðingum var hjá Skagfirðingum, Húnvetningum og Rangæingum. Áberandi var hvað margir fjárbændur sæddu yfir 100 ær en á Suðurlandi voru þeir 18 og að auki 6 bændur með milli 90 og 100 ær sæddar.

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top