Fréttir

10. september 2016
Umsóknarfrestur framlengdur til 21. september vegna jarðræktarstyrkja
korn-2016a-minni

Matvælastofnun hefur ákveðið að framlengja umsóknafrest um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða til miðvikudagsins 21. september n.k. Við minnum bændur á að aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, en hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið.

Lesa meira

2. september 2016
Kornskurður á Stóra-Ármóti
Korn 2016

Kornþresking er hafinn víða á Suðurlandi og m.a. á Stóra-Ármóti, kornið virðist vel þroskað og uppskera lítur vel út. Uppskerutölur eru þó ekki komnar þar sem kornskurður stendur enn yfir.   Lesa meira

1. september 2016
Kristján Bjarndal Jónsson lætur af störfum
Kristján Bjarndal Jónsson á Írlandi 2004 með ráðunautum.

Kristján Bjarndal Jónsson lét af störfum hjá RML þann 31. ágúst. Þá hafði hann starfað í 43 ár sem ráðunautur. Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í nærri 40 ár eða til ársins 2013 og síðan hjá RML. Kristján hefur einkum starfað við jarðræktarleiðbeiningar og þær eru ófáar ræktunarspildurnar sem eru hannaðar eftir hans forskrift. Kristján sá um forfalla og afleysingaþjónustu fyrir bændur sem starfrækt var um árabil. Hann hafði umsjón með kúaskýrslum í Árnessýslu og vann við yfirlestur og leiðréttingar á forðagæsluskýrslum svo fátt eitt sé nefnt. Kristján hefur sinnt störfum sínum með mikilli elju, vandvirkni og nákvæmni.

Búnaðarsamband Suðurlands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins þakka Kristjáni fyrir hans góðu störf fyrir bændur í landinu.

 

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top