Fréttir

10. september 2014
Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki framlengdur
2013-10-04 12.51.10

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki hefur verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014, en hann átti að renna út í dag. Opið er fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu, torg.bond.is. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í JÖRÐ (www.jörð.is) og því er mikilvægt að undirbúa umsóknir með því að yfirfara skráningar í JÖRÐ. Lesa meira

28. ágúst 2014
Réttir á Suðurlandi 2014
Skeiðaréttir lítil

Í nýjasta Bændablaðinu er ítarlegt yfirlit yfir fjárréttir á landinu. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir réttir á Suðurlandi í stafrófsröð.  Fyrstu réttir haustsins verða í Skaftárrétt í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu þann 6. september og síðasti réttardagurinn er 25. september þegar réttað verður í Landrétt við Áfangagil í Rangárvallasýslu.  Þessir réttardagar eru birtir með fyrirvara um breytingar og alltaf er best að fá staðfestingu hjá heimamönnum um réttar dag- og tímasetningar, einnig getur verið að einhverjar réttir vanti á þennan lista.

Lesa meira

22. ágúst 2014
Umsóknafrestur er til 10. september!!!
Kornakur í byrjun september

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband við Búnaðarsamband Suðurlands (sími 480 1800), eða Bændasamtök Íslands (sími 563 0300). Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top