Fréttir

24. febrúar 2015
Búnaðarþing 2015
Opinn Landbunadur logo

Næstkomandi sunnudag 1. mars verður Búnaðarþing 2015 sett í Silfurberg í Hörpu við hátíðlega athöfn, undir yfirskriftinni Opinn landbúnaður. Helgin öll verður þó undirlögð af íslenskum landbúnaði og í Hörpu verður sannkölluð matarveisla, þar sem sýnt verður fram á allt hið góða sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða.  Lesa meira

20. febrúar 2015
Árnesingar ferðist og fundi
saudfjarraekt

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu hefur haldið úti hóflegri starfsemi undanfarin ár, þó svo að stórhugur hafi einstaka sinnum gripið um sig meðal stjórnarmanna. Í vetur stendur einmitt þannig á fyrir okkur í stjórninni og nú stendur til að fara í ferðalag. Að þessu sinni hyggjum við á dagsferð, laugardaginn 28. febrúar, til að heimsækja bændur og búalið í Rangárvallasýslu. Ferðinni er heitið að Skarði í Landssveit, en þar er nýbyggt fjárhús og margt fé. Einnig langar okkur að heimsækja Heklubæina Hóla og Næfurholt. Verði ófært þangað, finnum við okkur aðra ákvörðunarstaði.

Lesa meira

8. febrúar 2015
Námskeið í DK Búbót á Suðurlandi
dk-bubot

Á næstu vikum verða haldin námskeið í dkBúbót bókhaldkerfinu víðs vegar um landið ef næg þátttaka fæst.  Þá verða einnig haldnir stuttir kvöldfundir þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð.

Á námskeiðunum er gert ráð fyrir að hver og einn komi með sína tölvu með dkBúbót uppsettri og sitt bókhald og vinni í því. Þar verða einnig tekin fyrir þau atriði sem eru til umfjöllunar á kvöldfundinum. Ef viðkomandi er ekki áskrifandi að dkBúbót þarf að hafa samband við Jóhönnu Lind Elíasdóttur fyrirfram, í gegnum netfangið jle@rml.is. Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top