Fréttir

2. desember 2014
Ný fjárhús á Stóra-Ármóti tekin í notkun
Armot_fjarhus_2014

Um síðustu helgi voru tekin í notkun ný fjárhús á Stóra-Ármóti. Bygging þeirra var í höndum Fossmóta ehf. sem byrjuðu á verkinu á vordögum eða í byrjun apríl.  Fjárhúsin eru 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.  Öll vinnuaðstaða mun batna til muna í nýju húsunum auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé.   Lesa meira

21. nóvember 2014
Hæst dæmdu hrútarnir í Rangárvalla- og Árnessýslu
Mynd af fundargestum á Heimalandi 21.11.2014

Nú þegar haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er lokið birtum við hér niðurstöður úr Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Rangárvallasýslu voru í fyrsta sæti Álfhólar, öðru sæti var Teigur 1, þriðja sæti var Stóri-Dalur, fjórða sæti voru Ytri-Skógar og í fimmta sæti var Hemla 2. Í Árnessýslu var Háholt efst, í öðru sæti voru Brúnastaðir, í því þriðja var Björk 2, í fjórða sæti voru Litlu-Reykir og í því fimmta var Þverspyrna.  Hér fyrir neðan má sjá töflur yfir lambhrútana og efstu hrútana í Blup kynbótamati.  Lesa meira

Úttektum jarðabóta lokið
armot_korn_2013

Nú hafa starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands lokið við úttektir jarðabóta þetta árið.  Alls voru rúmlega 400 umsóknir sem þurfti að taka út hér á Suðurlandi en á landinu öllu voru umsóknir 1155.  Heildarhektarafjöldi úttekinn á Suðurlandi var um 5.300 ha en á landinu öllu voru teknir út um 11.300 ha.  Sunnlenskir bændur voru því duglegir að rækta á síðasta ári þó uppskera hafi verið misjöfn.  Við úttektir kom það sér vel hve margir bændur eru með góð túnkort en einnig kom í ljós að yfirfara þarf þau á mörgum bæjum.  Það sparar mikinn tíma að hafa góð túnkort og einfaldar alla vinnu.

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top