Fréttir

28. ágúst 2014
Réttir á Suðurlandi 2014
Skeiðaréttir lítil

Í nýjasta Bændablaðinu er ítarlegt yfirlit yfir fjárréttir á landinu. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir réttir á Suðurlandi í stafrófsröð.  Fyrstu réttir haustsins verða í Skaftárrétt í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu þann 6. september og síðasti réttardagurinn er 22. september þegar réttað verður í Landrétt við Áfangagil í Rangárvallasýslu.  Þessir réttardagar eru birtir með fyrirvara um breytingar og alltaf er best að fá staðfestingu hjá heimamönnum um réttar dag- og tímasetningar, einnig getur verið að einhverjar réttir vanti á þennan lista.

Lesa meira

22. ágúst 2014
Umsóknafrestur er til 10. september!!!
Kornakur í byrjun september

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband við Búnaðarsamband Suðurlands (sími 480 1800), eða Bændasamtök Íslands (sími 563 0300). Lesa meira

15. ágúst 2014
Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga á Stóra-Ármóti
armot_heyskapur_2014

Óhætt er að segja að beðið hafi verið með nokkrum spenningi eftir niðurstöðum heyefnagreininga á Stóra Ármóti. Það viðraði illa til heyverkunar um miðjan júní þegar tún voru tilbúin til sláttar og drógst sláttur til 20. júní og var að mestu lokið 27. júní. Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top