Fréttir

16. ágúst 2018
Fósturvísar frá Noregi

Þann 10. ágúst sl. voru fluttir til landsins 38 fósturvísar af Aberdeen Angus gripum frá Noregi. Af þeim voru 13 fósturvísar undan nautinu Hovin Hauk og 12 undan Horgen Eirie en einnig 13 fósturvísar frá fyrra ári undan Stóra Tígri en 10 af 11 kálfum sem fæðast nú í september eru undan honum. Verið er að safna kúm á búið og stefnt að fósturvísainnlögn á næstu vikum. Í byrjun september eiga fyrstu 2 kýrnar tal en aðrar kýr hafa tal um miðjan september.

8. ágúst 2018
Hey til Noregs

Þurrkar í Noregi síðustu vikur hafa valdið norskum bændum miklum áhyggjum og skortur á heyi yfirvofandi.  Norskir bændur hafa því leitað til íslenskra bænda til að flytja inn hey frá þeim, þó að því fylgi einhver áhætta.  Matvælastofnun hefur farið yfir þær kröfur sem íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt út hey sem sjá má nánar á mast.is.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur líka tekið niður nöfn áhugasamara aðila og á heimasíðu þeirra má finna nauðsynlegar upplýsingar varðandi heysöluna, nánar á rml.is

Lesa meira

6. júlí 2018
Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 9. júlí og til og með föstudagsins 27. júlí, opnum mánudaginn 30. júlí.

Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top