Fréttir

8. maí 2015
Hækkun sæðingagjalda
kuasaedingar

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Gjaldið hefur verið óbreytt í 2 ár en á sama tíma hefur sæðið frá Nautastöðinni hækkað um 26 %. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 10 %. Árgjald á grip hækkar úr 2000 kr í 2200 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er 50 kr sem þýðir 2000 kr á búi sem greiðir af 40 gripum og á ári er hækkunin 8000 kr.

Sauðburður hafinn á Stóra-Ármóti
st_Armot_saudburdur_2015

Sauðburður er nú hafinn í nýju fjárhúsum á Stóra-Ármóti, sem tekin voru í notkun í lok nóvember á síðasta ári.  Það er örlítið seinna en undanfarin ár sem kemur sér þó ekki illa miðað við tíðarfarið þetta vorið.  Meðfylgjandi myndir voru teknar í fjárhúsunum á dögunum.   Lesa meira

6. maí 2015
Fagráð um velferð dýra ályktar vegna verkfalls dýralækna
svin

Vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun hefur skapast mjög alvarlegt ástand á mörgum kjúklinga- og svínabúum, m.t.t. velferðar dýranna. Ástandið verður alvarlegra með hverjum deginum og ef ekkert verður að gert er velferð dýranna stefnt í frekari hættu. Í ljósi þess óskaði fulltrúi Bændasamtaka Íslands í fagráði um velferð dýra eftir því að fagráðið kæmi saman til þess að fjalla um áhrif verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun á velferð dýra. Fagráðið kom saman í gær og þar var samþykkt eftirfarandi ályktun. Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top