Fréttir

24. nóvember 2016
Hrútaskráin á netinu
hrutaskra2016-1

Hrútaskráin 2016-2017 er nú aðgengileg á heimasíðunni en þeir sem vilja fá hana útprentaða geta nálgast hana á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands.

Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur.

Slóð á Hrútaskrá 2015-2016 

23. nóvember 2016
Að loknum haustfundum sauðfjárrækarinnar
Á myndinni eru:
Þórarinn Eggertsson, Hraungerði, Karl Anders Karlsson Kerlingardal, Anna Harðardóttir Hörgslandi II, Birna Kristín Pétursd. Giljum og Lilja Guðgeirsd. Borgarfelli.

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið og tókust fundirnir mjög vel.  Alls mætu um 180 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru.  Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og niðurstöður síðasta árs, þ.e. þátttöku og árangur. Eyþór Einarsson frá RML kynnti hrútakost Sauðfjársæðingastöðvarinnar og fjallaði um fjárræktatrstarfið. Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML fór yfir hauststörfin á Suðurlandi og veitti verðlaun fyrir efstu lambhrútana og efstu BLUP hrútana. Þorsteinn Ólafsson mætti einnig á fundinn í Þingborg og fjallað i um leiðir til að ná góðum árangri í sæðingum. Lesa meira

15. nóvember 2016
Haustfundir BSSL 2016 í sauðfjárrækt
saudfjarraekt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er líka útgáfudagur Hrútaskrár 2016, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson.  Fundirnir verða haldnir sem hér segir, mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00 á Hótel Kirkjubæjarklaustri og um kvöldið kl. 20.00 á Smyrlabjörgum, á þriðjudaginn 22.nóvember verða svo fundirnir kl. 14.00 í Smáratúni í Fljótshlíð og kl. 20.00 í Þingborg. Fyrirlesarar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lýsa kostum hrútanna og ræða ræktunarstarfið.  Kaffiveitingar verða í boði Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands og verðlaun sem veitt verða fyrir bestu lambhrútana eru gefin af Fóðurblöndunni og verðlaun fyrir bestu Blup hrútana gefa Jötunn vélar.  Vonandi sjá sem flestir áhugamenn um sauðfjárrækt sér fært um að mæta og bændur hvattir til að vera duglegir að nýta sér kosti sæðinganna til að kynbæta fé sitt.

 

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top