Fréttir

8. júní 2016
Umsóknir um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða
jardraektarstyrkir

Nú er opið fyrir umsóknir um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða á Bændatorginu, aðeins verður tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið.   Lesa meira

6. maí 2016
Hækkun sæðingagjalda
saedingar merkid

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Ástæður eru m.a. miklar launahækkanir og svo er rekstrartap fyrir utan fjármagnsliði nærri 1,9 milljónum árið 2015. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 10 %. Árgjald á grip hækkar úr 2200 kr í 2420 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er 55 kr sem þýðir 2200 kr á búi sem greiðir af 40 gripum og á ári er hækkunin 8800 kr. Bú sem greiðir af 40 gripum greiðir því á ári 96.800,- kr. Í sæðingagjöld

28. apríl 2016
Smári Tómasson frjótæknir lætur af störfum
Folk_Smari_Tomasson

Smári Tómasson frjótæknir í Vík lætur af störfum 1. mai nk. Smári hóf störf sem fastráðinn frjótæknir 1. maí 1974 en hafði starfað í sumarafleysingum 2 sumur á undan. Smári hefur því starfað sem frjótæknir í föstu starfi í 42 ár. Starfsvæði hans lengst af var frá Álftaveri í austri, Mýrdalur og Eyjafjöll. Seinni árin hefur svæðið verið frá Vík og Landeyjarnar að mestu. Smári hefur verið afar farsæll í sínu starfi og rekstrarkostnaður bifreiðanna sem hann hefur ekið með því lægsta sem gerist og veikindadagar fáir.
Mikill akstur er á þessu svæði en síðustu árin hefur akstur á þessu svæði verið yfir 70 þúsund km á ári. Ef meðalakstur á ári eru 65.000 km þá er akstur í 42 ár 2.730.000 km. Ef hann hefði sætt 3.000 kýr á ári að meðaltali þá eru það 126.000 sæðingar sem hann hefur framkvæmt á tímabilinu.
Starfstöðin í Vík leggst nú af en svæðinu verður sinnt frá Hvolsvelli en Hermann Árnason tekur við störfum Smára.
Kynbótastöð Suðurlands þakkar Smára fyrir mikil og góð störf í þágu kúabænda á Suðurlandi í rúma fjóra áratugi.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top