Fréttir

6. apríl 2018
Fréttir frá Nautís

Ráðherra landbúnaðarmála. Kristján Þór Júlíusson heimsótti einangrunarstöð Nautís fyrir holdagripi sem er á Stóra Ármóti í gær. Í tilefni af því afhenti hann stöðinni þakkar og viðurkenningarskjal.
Í stöðinni eru 11 kýr sem eru fengnar með Aberdeen Angus fósturvísum og munu bera í september mánuði. Undirbúningur að frekari fósturvísainnlögn er hafin. Stjórnarformaður Nautís er Sigurður Loftsson Steinsholti.

Á meðfylgjandi mynd sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók eru Kristján að afhenda Sigurði skjalið, með þeim á myndinni eru, talið frá vinstri Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri ANR, Baldur Sveinsson, starfsmaður Nautís, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður BSSL, Kristján, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, Sigurður, Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Nautastöðvar BÍ, Hvanneyri.

1. mars 2018
Búnaðarþing 2018

Búnaðarþing hefst mánudaginn 5. mars og verður setning í Súlnasal Hótel Sögu.  Þingið verður í ár tveggja daga en ekki þriggja eins og árið 2016.  Setningin hefst kl.10.30 og stendur fram að hádegi og í framhaldinu hefjast svo þingstörf kl. 13 til kl. 16.30 þegar nefndarstörf byrja.  Á þriðjudeginum eru svo nefndarstörf frá 8.30-10.00, svo þingstörf fram að hádegi, eftir hádegið eru svo kosningar.

Lesa meira

11. janúar 2018
Bændafundir BÍ – Búskapur er okkar fag 

Í næstu viku mun forystufólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur, yfirskrift fundanna er „Búskapur er okkar fag“.  Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar, á Suðurlandi verða fundirnir á þrem stöðum Kirkjubæjarklaustri 17.janúar í Kirkjuhvoli kl. 20.30, þann 18. janúar verða fundirnir í Rangárvallasýslu á Heimalandi kl. 12.00 og í Árnessýslu í Þingborg kl. 20.30. Á fundina mæta fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og ræða um framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu.  Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top