Fréttir

1. júlí 2015
Sláttur á Suðurlandi
Sláttur_Flóa_2012

Sláttur er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi og dæmi þess að fyrri slætti sé nánast lokið. Margir fara sér þó hægt vegna grasleysis og svo hefur tíð verið ótrygg allra síðustu daga. Þá eru heybirgðir með minna móti eftir hið langa og kalda vor. Væta hefur verið meiri austan til vegna austlægra átta. Í Skaftafellsýslum hefur rignt upp á síðkastið og því er sláttur ekki hafin þar. Almennt hefur því veðrið verið hlýrra og þurrara á vestanverðu landinu síðustu daga. Næstu þurrkdaga verður mikið heyjað á Suðurlandi verði til þess tíð

Sláttur hafinn á Stóra-Ármóti
heyskapur 2015

Á mánudagskvöldið 29. júní voru slegnir 13 ha á Stóra Ármóti. Í gær náðist að rúlla heyinu fyrir rigningu. Uppskeran var 150 rúllur, eða rúmlega 11 rúllur (lauskjarnavél) á ha sem er með minna móti. Álftin hafði verið aðgangshörð í hluta af spildunni og var helmingu uppskerunnar á þeim þriðjungi sem álftin hafði látið í friði. Vallarfoxgrasið er ekki skriðið og vantar líklega 3 til 4 daga upp á það í dag eða 1. júlí. Í fyrra skreið vallarfoxgrasið 24 júní þar á bæ og því lætur nærri að spretta sé a.m.k 10 dögum seinni en fyrra ár.

18. júní 2015
Umsóknir um jarðræktarstyrki
vorverk

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki á Bændatorginu og hvetjum við alla bændur sem eru búnir að sá í flög að setja inn umsókn, á meðan upplýsingarnar eru í fersku minni. Umsóknarferlið er svipað og í fyrra en nú í ár sér Búnaðarstofa um alla umsýslu. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015 en nánari upplýsingar veitir starfsfólk Búnaðarstofu, Búnaðarsambanda og RML.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top