Fréttir

21. ágúst 2015
Réttir á Suðurlandi 2015
Réttir lítil

Réttardagar á Suðurlandi eru nú óðum að koma í ljós og margir bíða spenntir eftir þessum dögum. Við birtum hér lista yfir þá réttardaga sem komnir eru. Alltaf getur orðið breyting á réttardögum og hvetjum við áhugasama um að fá þetta staðfest af heimamönnum, sérstaklega ef um lengri leið er að fara.  Fyrstu réttir eru föstudaginn 11. september, Skaftholtsréttir og Hrunaréttir, en þær síðustu fimmtudaginn 24. september, Landréttir við Áfangagil.

Lesa meira

18. ágúst 2015
Átt þú rétt á jarðræktarstyrk? Ertu búinn að sækja um?
Kornakur í byrjun september

Þeir sem bændur sem hafa staðið í ræktun þetta sumarið og geta nýtt sér jarðræktarstyrki ættu að drífa í að skila inn umsókn á Bændatorgið, torg.bondi.is.

Umsóknarferlið er svipað og í fyrra en nú í ár sér Búnaðarstofa um alla umsýslu. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. en nánari upplýsingar veitir starfsfólk Búnaðarstofu, Búnaðarsambanda og RML.

Lesa meira

11. ágúst 2015
Horfur í heyskap og kornrækt á Suðurlandi
Heyskapur 2015 1

Heyskapartíð hefur verið góð suðvestanlands enda austlægar áttir ríkjandi. Þegar austar dregur hefur bæði verið kaldara og úrkomusamara. Vallarfoxgrasið skreið 10 til 14 dögum seinna en í meðalári og háarspretta hefur verið fremur hæg víðast. Heyfengur er víða með minna móti allavega enn sem komið er en heygæði ættu að vera mikil. Kornræktin dróst saman, bæði vegna þess hve seint voraði og einnig eru margir orðnir þreyttir á miklum ágangi af völdum gæsa og álfta.  Kornið fór ekki að skríða fyrr en upp úr 20 júlí sem er 10 til 14 dögum seinna en í meðalári. Síðan þá hefur korninu farið vel fram og horfur á góðri uppskeru víðast ef sprettutíð kornsins verður hagstæð. Sjúkdómar og illgresi virðast með minna móti.

Fara í fréttalista
back to top