Fréttir

23. janúar 2015
Sæddar ær á Suðurlandi 2014
hr_raftur05966

Nú er búið að taka saman tölur yfir sæddar ær frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands 2014. Samkvæmt meðfylgjandi skjali voru 13.636 ær sæddar með fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Miðað við þá 22.080 skammta sem sendir voru út er því um 61,7 % nýtingu á sæði að ræða. Ef við tölum um 70 % nýtingu  á útsendu sæði hefur sæði í 1.820 ær farið í súginn sem er mun meira en gert var ráð fyrir. Beinn fjárhagslegur skaði nemur um einni milljón króna.  Þátttakan  í sauðfjársæðingum á Suðurlandi er meiri en árið á undan alls 8.905 ær sæddar á móti 8.615 ám árið 2013. Aftur á móti minnkar notkunin utan Suðurlands um 1.109 ær eða úr 5.871 ám sæddum 2013 í 4.731 á sædda árið 2014. Lesa meira

16. janúar 2015
Formannafundur BSSL 2015
bsslstort

Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn föstudaginn 16.janúar að Árhúsum á Hellu.  Á fundinn mætir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og segir frá starfsemi BÍ og fjallar sérstaklega um félagskerfi landbúnaðarins og þá tillögur félagsnefndar sem kynntar voru fyrir formannafund BÍ í nóvember sl. Sveinn Sigurmundsson fer yfir starfsemi BSSL og fyrirtækja þess á síðasta ári. Þá fer vel á því að fjalla um málefni og tillögur fyrir komandi Búnaðarþing en frestur til að skila inn málum er 20. janúar.

 

14. janúar 2015
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi
frettir_fra_fks

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum á Hellu miðvikudaginn 28. janúar n.k. og hefst fundurinn kl. 11.30 með léttum hádegisverði. Kjósa skal formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 9 fulltrúa á aðalfund LK. Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninganna. Þeir sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, en hana skipa: Lesa meira

Fara í fréttalista
back to top