Fréttir

28. nóvember 2017
Opið hús í einangrunarstöð Nautís Stóra-Ármóti

Í tilefni þess að bygging einangrunarstöðvar fyrir holdagripi er langt komin og fósturvísarnir verða brátt settir upp, verður Nautgriparæktarmiðstöð Íslands með opið hús að Stóra-Ármóti laugardaginn 2. desember n.k. frá kl. 13.30-16.30. Þar gefst áhugafólki um nautgriparækt kostur á að skoða aðstöðuna og kynna sér fyrirhugaða starfsemi. Kaffiveitingar verða í boði stöðvarinnar og allir velkomnir.

27. nóvember 2017
Að loknum haustfundum

Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel. Alls mættu um 130 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum. Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og niðurstöður síðasta árs, þ.e. þátttöku og árangur. Árni Bragason frá RML kynnti hrútakost Sauðfjársæðingastöðvarinnar og fjallaði um fjárræktarstarfið. Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML fór yfir hauststörfin á Suðurlandi og veitti verðlaun fyrir efstu lambhrútana og efstu BLUP hrútana. Jón Viðar Jónmundsson flutti svo erindi um sauðfjárræktarstarfið sl 40.ár. Sauðfjárbændur á Suðurlandi veittu síðan Jóni Viðari viðurkenningu fyrir mikið og farsælt starf í þágu sauðfjárræktarinnar. Hér fyrir neðan er listi yfir bestu lambhrútana í hverri sýslu fyrir sig og listi yfir efstu BLUP hrútana,

Meðfylgjandi myndir voru teknar af verðlaunahöfum.

Lesa meira

17. nóvember 2017
Hrútaskrá 2017-2018 vefútgáfa

Hrútaskráin 2017-2018 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Við viljum líka minna bændur á hrútafundina sem verða í næstu viku og vonandi verður Hrútaskráin tilbúin til dreifingar í prentaðri útgáfu, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur.

Slóð á  Hrútaskrá 2017-2018

Lesa meira

Fara í fréttalista

Viðburðir

Engir viðburðir á skrá.

Það eru 0 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top