Fréttir

23. apríl 2018
Frá aðalfundi BSSL

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl mættu 35 fulltrúar frá 28 aðildarfélögum.var Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þar sem formaður flutti skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði reikninga og starfsemi BSSL . Niðurstaða reikninga er rúm milljón í hagnað og rekstrartekjur upp á 292 milljónir. Sigurður Eyþórsson fór yfir helstu mál sem voru til umfjöllunar á Búnaðarþingi og mál sem eru á borði Bændasamtakanna. Þá fór Runólfur Sigursveinson yfir verkefni og starfsemi RML. Á fundinum störfuðu; fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og fagmálanefnd.
Kosið var um tvo stjórnarmenn og tvo í varastjórn úr Rangárvallasýslu til næstu þriggja ára.
Aðalmenn voru kosnir Ragnar Lárusson í Stóra-Dal með 31 atkvæði og Erlendur Ingvarsson í Skarði með 29 atkvæði.
Varamenn voru kosin Borghildur Kristinsdóttir í Skarði með 26 atkvæði og Sigurður Sæmundsson Skeiðvöllum með 16 atkvæði.

Tillögur frá aðalfundi

Á aðalfundi Bssl sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl. voru eftirfarandi tillögur samþykktar.
Tillaga nr.1 – frá fjárhagsnefnd
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Smáratúni í Fljótshlíð 13. apríl 2018 samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2018 verði kr. 4.000 á hvern félagsmann.
Jóhann Nikuásson vildi halda sig við tillögu stjórnar þar sem gert var ráð fyrir að árgjald yrði 5.000 kr fyrir hvern félagsmann og gerði það að tillögu sinni.
Var sú breytingartillaga borin upp og samþykkt með 17 atkvæðum gegn 14.

Svohljóðandi tillaga var síðan samþykkt samhljóða:
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Smáratúni í Fljótshlíð 13. apríl 2018 samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2018 verði kr. 5.000 á hvern félagsmann. Lesa meira

6. apríl 2018
Fréttir frá Nautís

Ráðherra landbúnaðarmála. Kristján Þór Júlíusson heimsótti einangrunarstöð Nautís fyrir holdagripi sem er á Stóra Ármóti í gær. Í tilefni af því afhenti hann stöðinni þakkar og viðurkenningarskjal.
Í stöðinni eru 11 kýr sem eru fengnar með Aberdeen Angus fósturvísum og munu bera í september mánuði. Undirbúningur að frekari fósturvísainnlögn er hafin. Stjórnarformaður Nautís er Sigurður Loftsson Steinsholti.

Á meðfylgjandi mynd sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók eru Kristján að afhenda Sigurði skjalið, með þeim á myndinni eru, talið frá vinstri Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri ANR, Baldur Sveinsson, starfsmaður Nautís, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður BSSL, Kristján, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, Sigurður, Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Nautastöðvar BÍ, Hvanneyri.

Fara í fréttalista

Viðburðir

Það eru 1 viðburðir skráðir. Sjá alla
back to top