Sigurgeir Þorgeirsson verður formaður samningahóps um landbúnaðarmál

Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um skipun samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og áður hefur verið greint frá verður Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, aðalsamningamaður Íslands og stýrir samninganefndinni. Í henni munu sitja, auk aðalsamningamanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn. Formaður samningahóps um landbúnaðarmál verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Stríðsdans í sláturhúsinu

Það má búast við lífi og fjöri í lokahófi sláturvertíðarinnar hjá Sláturfélagi Suðurlands sem haldið verður á föstudag. Þá kveðja fastráðnir starfsmenn félaga sína sem hafa staðið við hlið þeirra við slátrunina í haust, bæði um 50 lausráðna starfsmenn sem búsettir eru hér á landi en einnig 30 pólska og 8 nýsjálenska farandverkamenn. Margir þeirra koma ár eftir ár hingað til lands til að slátra íslensku fé, og verka það eftir kúnstarinnar reglum. Frá þessu er sagt á www.mbl.is og þar er einnig að finna myndband með myndum úr sláturhúsinu og viðtölum við starfsmenn.

Aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og ESB

Utanríkisráðherra hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samninga-maður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005.

Ísland ákjósanlegt fyrir minkaeldi

Ísland verður fljótlega kynnt í tveimur löndum sem ákjósanlegur staður fyrir minkaeldi. Ráðunautur Bændasamtakanna bindur vonir við að kynningin skili tilætluðum árangri.
Skagafjörður verður kynntur í að minnsta tveimur löndum sem ákjósanlegur staður fyrir minkarækt. Mjög hefur þrengt að minkabúum í Hollandi og Danmörku á undanförnum árum en það er einmitt í þessum löndum sem Skagafjörður verður kynntur sérstaklega, ásamt Árborgarsvæðinu.

Erfðarannsóknir á sauðfé

Dr. John McEwan, vísindamaður við AgResearch Invermay, Nýja Sjálandi, mun halda erindi um erfðarannsóknir á sauðfé í dag, mánudaginn 2. nóvember, í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti.. Yfirskrift erindisins er „Einkirnabreytileikar í sauðfé – greining og hagnýting“.
Í erindinu verður fjallað um raðgreiningu á erfðamengi sauðfjár í heild sinni,
þróunarvinnu sem leiddi af sér flögu sem gerir vísindamönnum kleift að greina þúsundir einkirnabreytileika í sauðfé, og hvernig nota má þessi tæki í rannsóknum á eingena eiginleikum og við kynbætur á sauðfé. Dæmi um eiginleika þar sem þetta nýtist eru gulur litur á kjötfitu og hornalag sauðfjár.

Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt

Stjórn BÍ hefur í samráði við LK gert eftir farandi breitingar á 3. grein reglna um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt:
“Þau bú sem ekki standast ofangreindar kröfur, fá ekki greiðslur fyrir viðkomandi ársfjórðung. Bú sem falla út af einum eða fleiri ársfjórðungum eiga rétt á að koma inn á næsta ársfjórðungi, enda hafi þau þá skilað öllum skýrslum það sem af er verðlagsárinu eigi síðar en fyrstu skýrslu þess ársfjórðungs og skilað kýrsýnum á undangengnum ársfjórðungum samkvæmt ofangreindum kröfum”.

Ungir bændur vilja bætt lánakjör ungs fólks í landbúnaði

Eins og kunnugt er voru Samtök ungra bænda stofnuð í Dalabúð í Búðardal þann 23. október s.l. og eru stofnfélagar samtakanna ríflega 100 alls staðar af að landinu.
Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sjávarutvegs- og landbúnaðarráðherra að beta sér fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap og liðka þannig fyrir nýliðun í landbúnaði. Ályktunin ásamt greinargerð fer hér á eftir:

Nýtt kort af sauðfjárveikivarnarlínum

Matvælastofnun hefur birt kort af nýrri legu sauðfjárveikivarnarlína samkvæmt auglýsingu nr. 793/2009. Með þessum breytingunum eykst vægi þeirra girðinga sem eftir eru. Flutningur yfir varnarlínur er ennþá óheimill, en flutningur á sauðfé og nautgripum verður frjálsari á stærri svæðum en verið hefur. Þá hvílir ábyrgð á búfjareigendum að verja sinn bústofn og sýna ábyrgð gagnvart öðrum. Kortið sýnir með svörtum línum hvernig varnarlínurnar liggja. Brotalínan táknar aukavarnarlínu og litir tákna svæðaskiptingu litamerkinga á sauðfé. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig litamerkingum á sauðfé verður breytt. Þess vegna geta verið fleiri litir innan hvers hólfs og sami litur beggja megin við varnarlínur.

Grunur um H1N1 inflúensu í svínum hérlendis

Grunur hefur vaknað um inflúensu í svínum á einu svínabúi hérlendis. Sýni sem voru tekin eru nú í rannsókn á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Niðurstöðu er í fyrsta lagi að vænta í dag. Svínaflensa smitast ekki með svínakjöti og fólki stafar því engin hætta af neyslu þess. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits til annarra búa hefur bann verið sett á flutning dýra frá búinu og allar sóttvarnir verið hertar.

Samtök ungra bænda stofnuð

Stofnfundur Samtaka ungra bænda var haldinn í Dalabúð í Búðardal 23. október síðastliðinn. Samtökin eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18 til 35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn sem er skipuð þeim Margréti Ósk Ingjaldsdóttur, Þjórsárnesi í Flóa, Oddnýju Steinu Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, Helga Hauki Haukssyni, Straumi í Hróarstungu, Sigurði Þóri Guðmundssyni, Holti í Þistilfirði og Gunnbirni Ketlissyni, Finnastöðum í Eyjafirði. Helgi Haukur, sem kosinn var formaður félagsins, segir að stofnfundurinn hafi í alla staði verið ákaflega vel heppnaður.

Bændasamtökin fóru ekki yfir svörin

Bændasamtök Íslands fóru ekki yfir svör Íslands við spurningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hið rétta er að samtökin komu að svörum ákveðinna hluta. Formlegt erindi um fulltrúa í samningahópi landbúnaðarhluta viðræðna við ESB hefur enn ekki borist samtökunum þrátt fyrir beiðni Bændasamtakanna um slíkt.
Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna tilkynningar utanríkisráðuneytisins í gær þar sem kemur fram að samtökin hafi, ásamt öðrum samtökum, farið yfir svör Íslands til Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands.

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um aðild til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem nálgast má með því að smella hér. Sækja skal um fyrir 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta ár.

Kúabændur krefjast þess að óvissu verði eytt

Í Morgunblaðinu í gær birtist eftirfarandi grein eftir Þóri Jónsson, kúabónda á Selalæk í Rangárvallasýslu og formann Félags kúabænda á Suðurlandi.

Kúabændur krefjast þess að óvissu verði eytt
Kvótakerfi í mjólkurframleiðslunni er kerfi sem bæði er framleiðslustýring og grunnur að stuðningi við framleiðslu á mjólk. Framleiðslustýringin felst í því að gefið er út ár hvert greiðslumark, þ.e. sá lítrafjöldi sem bændur fá greitt lögbundið lágmarksverð fyrir frá afurðastöð. Ákvörðun að því greiðslumarki fer eftir sölu á mjólkurafurðum síðastliðið ár og birgðastöðu.

Jóhannes Hr. Símonarson horfinn til annarra starfa

Í gær var síðasti vinnudagur Jóhannesar Hr. Símonarsonar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann hefur nú sem kunnugt er tekið við starfi aðstoðarútibússtjóra Kaupþings á Hellu. Verkefni Jóhannesar hjá Búnaðarsambandinu munu flytjast á aðra starfsmenn Búnaðarsambandsins en hann kom einkum að rekstrar- og jarðræktarráðgjöf auk ýmissa annarra verkefna.
Jóhannesi er óskað góðs gengis og velfarnaðar í starfi sínu hjá Kaupþingi um leið og honum er þökkuð mjög vel unnin störf hjá Búnaðarsambandinu.

Ungt fólk og landbúnaður

Þann 23. október næstkomandi er stefnt að því að halda málþing í Dalabúð í Búðardal með yfirskriftinni Ungt fólk og landbúnaður og í framhaldi verður stofnfundur samtaka ungra bænda. Viljum við hvetja sem flesta til að mæta, bændur sem og annað fólk sem hefur áhuga á málefnum landbúnaðar og hinna dreifðu byggða landsins. Enn fremur viljum við vekja athygli á því að allt ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára getur orðið aðilar að samtökunum, ekki er skilyrði að vera starfandi bóndi, einungis að hafa áhuga á málefnum landbúnaðar og landsbyggðarinnar.
Dagskráin á föstudeginum hefst kl. 13:00 og er svo hljóðandi:

Ending kúnna minnkar hægt og bítandi

Á vef Lanssambands kúabænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr endast stöðugt skemur en áður. Ending er skilgreind sem tíminn frá því kýrin ber 1. kálfi þar til henni er fargað. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti (smellið á myndina til að stækka), hefur endingartíminn farið úr 1.152 dögum fyrir 10 árum, niður í 979 daga á sl. ári. Endingartíminn hefur verið þó nokkuð stöðugur undanfarin ár.

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum

Út er komið Rit LbhÍ nr. 19. Ritið ber heitið Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Skýrsla um rannsóknir 2006-2008. Ritstjóri er Magnús B. Jónsson. “Kálfadauði hefur á undanförnum árum verið stöðugt vaxandi vandamál í íslenskri mjólkurframleiðslu. Má ætla að tjón af völdum hans nemi milljónum króna á ári hverju í afurðatjóni, töpuðum erfðaframförum stofnsins og fleiri þáttum,” segir Magnús B. Jónsson í yfirlitsgrein.

„Afkoman er hörmuleg í augnablikinu“

Verð til svínakjötsframleiðenda þarf að hækka um 38,5% til að þeir nái endum saman, að sögn Guðbrands Brynjúlfssonar á Brúarlandi í Borgarfirði. Offramleiðsla hefur gert það að verkum að afurðirnar hafa lækkað mikið í verði á árinu og segir Guðbrandur að verði engin breyting á gefist margir framleiðendur upp innan tveggja til þriggja mánaða.

Bústjórahúsið á Stóra-Ármóti

Framkvæmdum við bústjórahúsið á Stóra-Ármóti er nú lokið en það hefur fengið verulega andlitslyftingu. Húsið sem byggt var árið 1950 þarfnaðist orðið verulegs viðhalds að utan og hafa framkvæmdir staðið yfir frá síðastliðnu hausti. Mest var unnið í framkvæmdinni á liðnum vetri en endanlega var lokið við alla vinnu utanhúss nú í sumar.

Hjalti Gestsson látinn

Hjalti Gestsson fyrrverandi ráðuanutur og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands lést í gær á 94. aldursári. Hjalti var fæddur 10. júní 1916 að Hæli í Gnúpverjahreppi. Hjalti var mikilvirkur brautryðjandi innan íslenskrar búfjárræktar, þ.e. nautgripa- sauðfjár- og hrossaræktar.
Hjalti lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938. Hann varð búfræðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1941 og lauk þaðan framhaldsnámi tveimur árum síðar.

back to top