Áttatíu ár liðin frá fyrstu innvigtun hjá MBF á Selfossi

Á morgun verða liðin 80 ár síðan fyrst var tekið á móti mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi.
Mjólkurbúið var formlega stofnað 10. desember 1927, en tók til starfa 5. desember 1929. Af því tilefni verður haldin veisla á Hótel Selfossi, þar sem starfsmönnum, núverandi og fyrrverandi, ásamt fjölmörgum öðrum góðum gestum verður boðið til hátíðardagskrár.

Í fréttatilkynningu frá Mjólkurbúi Flóamanna segir að stofnun þess megi rekja til hugmynda bænda fyrr á öldinni síðustu um aukna nýtingu landgæða á Suðurlandi með markmiðum um meiri ræktun.


back to top