Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt

Stjórn BÍ hefur í samráði við LK gert eftir farandi breitingar á 3. grein reglna um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt:
“Þau bú sem ekki standast ofangreindar kröfur, fá ekki greiðslur fyrir viðkomandi ársfjórðung. Bú sem falla út af einum eða fleiri ársfjórðungum eiga rétt á að koma inn á næsta ársfjórðungi, enda hafi þau þá skilað öllum skýrslum það sem af er verðlagsárinu eigi síðar en fyrstu skýrslu þess ársfjórðungs og skilað kýrsýnum á undangengnum ársfjórðungum samkvæmt ofangreindum kröfum”.

Þetta þýðir að falli bú út af einum ársfjórðungi getur það komi inn á næsta að því tilskildu að allar skýrslur hafi skilað sér inn fyrir fyrsta skiladag á viðkomandi ársfjórðungi og búið verður einnig að hafa skilað kýrsýnum á öllum ársfjórðungum eins og gert er ráð fyrir í reglunum.


Þar sem þessar breytingar hafa verið gerðar þá munum við alla jafna ekki gefa undanþágur á skiladögum. Komi þó upp aðtæður s.s alvarleg veikindi eða annað slíkt verða þau tilfelli skoðuð.


back to top