Ungir bændur vilja bætt lánakjör ungs fólks í landbúnaði

Eins og kunnugt er voru Samtök ungra bænda stofnuð í Dalabúð í Búðardal þann 23. október s.l. og eru stofnfélagar samtakanna ríflega 100 alls staðar af að landinu.
Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sjávarutvegs- og landbúnaðarráðherra að beta sér fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap og liðka þannig fyrir nýliðun í landbúnaði. Ályktunin ásamt greinargerð fer hér á eftir:

„Stofnfundur Samtaka ungra bænda haldinn 23. október í Dalabúð, Búðardal skorar á sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap og liðka á þann hátt fyrir nýliðun í landbúnaði.


Greinargerð: 
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar VG og Samfylkingar er tiltekið að styðja skuli við nýliðun í bændastétt og þannig verði ungu fólki auðveldað að hefja búskap. Það sem helst stendur í vegi fyrir að ungt fólk geti hafði búskap í dag er að verulegt fjármagn þarf til í byrjun sem er flestu ungu fólki ofviða og til viðbótar er það á þeim kjörum að venjulegur rekstur getur ekki staðið undir þeim. Mjög mikilvægt er því m.a. að hugað verði að með hvaða hætti er hægt að bjóða ungu fólki jarðarkaupalán á kjörum sem hægt er að standa undir. Ein hugmynd sem komið getur greina í þessu sambandi er að jarðarsjóður verði efldur með þetta að markmiði.“


back to top