Slátrun lokið á Stóra Ármóti

Í gær lauk slátrun á Stóra Ármóti þetta haustið. Alls var slátrað 68 dilkum sem er 16 dilkum færra en í fyrra. Meðalfallþungi reyndist vera 17,1 kg eða 0,4 kg meiri en árið áður. Þrátt fyrir það kom flokkun eilítið lakar út.
Þannig er meðalflokkun fyrir gerð 9,24 en var 9,71 í fyrra og meðalflokkun fyrir fitu er 6,99 samanborið við 6,62 árið 2008.
S.l. vor báru 65 ær af 70 ám á búinu og var frjósemin þannig að 5 ær voru þrílembdar, 37 tvílembdar og 23 einlembdar. Ein á fórst fyrir sauðburð. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá skiptingu í frjósemi milli veturgamalla áa, tvævetla og fullorðinna áa.
Veturgamlar


Tvævetlur


Fullorðnar


Alls

Einlembdar

10


3


10


23

Tvílembdar

1


8


28


37

Þrílembdar

0


1


4


5


Þeir hrútar sem notaðir voru á búinu s.l. vetur eru:
Glanni 05-058, f. Frosti 02-913, mf. Mölur 95-812
Baukur 06-051, f. Bramli 04-952, mf. Sproti 93-380 Stubbssonur 95-815
Laukur 06-052, f. Lómur 03-923, mf. Sproti 93-380 Stubbssonur 95-815
Grámann 08-053, f. Frakki 03-054 sem var notaður á veturgömlu ærnar.


back to top