Sigurgeir Þorgeirsson verður formaður samningahóps um landbúnaðarmál

Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um skipun samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og áður hefur verið greint frá verður Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, aðalsamningamaður Íslands og stýrir samninganefndinni. Í henni munu sitja, auk aðalsamningamanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn. Formaður samningahóps um landbúnaðarmál verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.
Skoða má skipan samninganefndarinnar og formenn samningahópa á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér.


back to top