Kornrækt fyrir nautgripi – grín eða auðlind?

Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir fræðslufundi að Árhúsum Hellu, föstudaginn 27. nóvember n.k. kl 11:00 – 14:30 um kornrækt með sérstakri áherslu á hagkvæmni og nýtingu korns sem fóður fyrir nautgripi.
Fyrirlesarar eru þeir Jónatan Hermannsson og Grétar Hrafn Harðarson frá Landbúnaðarháskólanum, Runólfur Sigursveinsson frá Búnaðarsambandinu og Jóhann Nikulásson, bóndi í Stóru-Hildisey.

Dagskrá:
11:00 -11:30  Kornrækt – framtíðarhorfur, Jónatan Hermannsson LbhÍ
11:30-12:00 Hagkvæmni kornræktar, Runólfur Sigursveinsson BSSL
12:00-13:00  Hádegisverður
13:00-13:30 Bygg í fóðri nautgripa – hversu mikið?, Grétar Hrafn Harðarson LbhÍ
13:30-14:00 Kornrækt frá sjónarhóli bóndans, Jóhann Nikulásson Stóru Hildisey II
14:00-14:30 Umræður


Allir bændur á svæði Búnaðarsambands Suðurlands eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis.


back to top