Ísland ákjósanlegt fyrir minkaeldi

Ísland verður fljótlega kynnt í tveimur löndum sem ákjósanlegur staður fyrir minkaeldi. Ráðunautur Bændasamtakanna bindur vonir við að kynningin skili tilætluðum árangri.
Skagafjörður verður kynntur í að minnsta tveimur löndum sem ákjósanlegur staður fyrir minkarækt. Mjög hefur þrengt að minkabúum í Hollandi og Danmörku á undanförnum árum en það er einmitt í þessum löndum sem Skagafjörður verður kynntur sérstaklega, ásamt Árborgarsvæðinu.


Fjárfestingarstofan hefur veg og vanda af kynningunni og hafa
starfsmenn hennar þegar rætt málið við forsvarsmenn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar. Kynningarátak hefst fljótlega eftir áramót og segir
sérfræðingur Fjárfestingarstofunnar að starfsumhverfi loðdýraræktar sé
um margt mun betra hér á Ísland en í Danmörku og Hollandi. Takist vel
til verði Ísland einnig kynnt fyrir minkabændum í Svíþjóð. 


back to top