Gosið virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á heilsu búfjár

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er búið að taka og greina lungnasýni úr 60 lömbum frá bæjum á gossvæðinu. Þau hafa verið skoðuð á Tilraunastöðinni á Keldum. Engar stórsæjar breytingar sem rekja má til gossins hafa fundist, aðeins eitthvað af bólgubreytingum vegna lungnaorma. Vefjaskoðun hefur heldur ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós hingað til. Skýrsla um þessar rannsóknir er í vinnslu á Keldum. Þá eru í gangi rannsóknir á efnainnihaldi í beinum og lifur en niðurstöður ekki komnar enn.

Hækkun á úrvinnslugjaldi lögð til

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um úrvinnlsugjald þar sem meðal annars er lagt til að gjald á rúlluplpast hækki út 5 kr/kg í 12 kr/kg eða um 140%. Þessi hækkun hefur óneitanlega þau áhrif að rúlluplast mun hækka í verði. Rúlla af 750 mm plasti mun þannig hækka um 200 krónur í verði og rúlla af 500 mm plasti um 154 kr. vegna hækkunar á úrvinnslugjaldinu verði frumvarpið að lögum.

Samanburður á breytilegum kostnaði á Sunnu-búum

Nýlega var unnin athugun á þróun breytilegs kostnaðar á kúabúum innan SUNNU-verkefnisins. Verkefnið var unnið að frumkvæði Landssambands kúabænda með hliðsjón af samþykkt ályktunar frá síðasta aðalfundi samtakanna um skoðun á möguleikum á lækkun franmleiðslukostnaðar næstu 10 árin innan greinarinnar.

Styttist í gildistöku verðfellingar vegna frírra fitusýra í mjólk

Þann 1. janúar 2011 taka gildi verðskerðingarákvæði vegna frírra fitusýra (FFS) í mjólk og verður því um að ræða verðskerðingu á afurðastöðvaverði mjólkur ef faldmeðaltal FFS mánaðar fer yfir 1,1 mmol/l. Þeir sem hafa verið við efri mörk og þar yfir eru því eindregið hvattir til að vinna tímanlega að lausn málsins og hafa samband við mjólkureftirlitsmann ef þörf er á og leita eftir aðstoð.
Á undanförnum vikum hafa mjólkureftirlitsmenn farið á alla bæi sem átt hafa í fitusýruvandmálum og víðast hvar náðst árangur. Þó er einhver brögð að því að einstaka bú séu um eða fyrir ofan áður greind mörk, sérstaklega á vissum tímum ársins.

Aðgerðir til að fyrirbyggja tjón á jörðum bænda undir Eyjafjöllum

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþm., hefur lagt fram fyrirspurn til munnlegs svars til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðir til að fyrirbyggja tjón á jörðum bænda undir Eyjafjöllum. Fyrirspurnin er svohljóðandi:

Óskýrt hvernig fara á með lán bænda

Staða bænda er óskýr í nýju frumvarpi Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um uppgjör vegna myntkörfulána. Frumvarpið miðar fyrst og fremst að því að taka á skuldamálum einstaklinga en ekki fyrirtækja. Ráðherra mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.
„Það er frekar óskýrt í frumvarpinu hvernig taka á á lánamálum bænda,“ sagði Elías Blöndal, lögfræðingur Bændasamtakanna, en margir bændur eru með myntkörfulán.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Námskeið í fjarvis.is

Við minnum á námskeið í sauðfjárræktarkerfinu fjarvis.is sem haldin verða á Kirkjubæjarklaustri þann 19. nóvember n.k. og Höfn þann 26. nóvember n.k. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig. Nánari upplýsingar með því að smella á „Lesa meira…“

Kýrnar í Tröð gera harða hríð að Íslandsmeti

Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir október er lokið og standa meðalafurðir á árskú nú í 5.318 kg yfir landið allt. Afurðir eru nokkru meiri hér á Suðurlandi eða 5.431 kg/árskú til jafnaðar. Afurðir eru sem fyrr mestar í Árnesýslu eða 5.504 kg/árskú og síðan 5.486 kg/árskú í Rangárvallasýslu.
Afurðahæsta búið á landinu er hjá Steinari Guðbrandssyni í Tröð í Borgarbyggð eða fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Þar hafa kýrnar mjólkað 7.945 kg/árskú til jafnaðar síðustu 12 mánuði og eru nú komnar mjög nærri Íslandsmeti kúnna í Akbraut frá 2008 en það er 8.159 kg. Hér á Suðurlandi eru afurðir s.l. 12 mánaða mestar hjá Arnari Bjarna og Berglindi í Gunnbjarnarholti þar sem 109,6 árskýr hafa mjólkað að jafnaði 7.618 kg. Þau eru í fjórða sæti á landsvísu. Lífsval ehf. Í Flatey í Hornafirði er í öðru sæti á Suðurlandi og sjötta á landsvísu með 7.530 kg/árskú og þeim fylgir svo fast á hæla góður listi gróinna sunnlenskra afurðabúa. Þar má nefna Reykjahlíð, Kirkjulæk, Ytri-Skóga, Hraunkot, Helluvað, Arakot, Stóra Ármót og Fjall.

Meiri og betri afurðir en nokkru sinni

Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2010 er þegar hafið. Það er fyrr á ferðinni en nokkru sinni áður. Afrekslistarnir eru þegar aðgengilegir á vefnum. Við þá bætist síðan jafnt og þétt eftir því sem uppgjörinu miðar áfram. Af þessum fyrstu tölum er hins vegar strax ljóst að afurðir eru meiri og kjötmatsniðurstöður betri haustið 2010 en áður hefur sést.

Skýrsluhald í sauðfjárrækt – skil á vorupplýsingum

Þeir bændur sem enn hafa ekki að fullu gengið frá vorupplýsingunum verða að gera það nú þegar. Til að falla ekki út úr gæðastýringunni verða bændur að skila inn haustupplýsingum fyrir 1. febrúar ár hvert. Eftir því sem skilum á vorupplýsingum seinkar þá seinkar uppgjöri fyrir vorið sem seinkar svo skilum á haustupplýsingum. Einnig er haustuppgjörið á fullu skriði þessa dagana hjá BÍ og vorupplýsingum safnað saman frá mörgum bæjum til uppgjörs.

Vinna hrútaskráarinnar á lokastigi

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er nú lokastigi undirbúnings fyrir prentun. Áætlað er að hún komi út í næstu viku eða 17. nóvember n.k. Útgáfunnar er að venju beðið með mikilli eftirvæntingu og hefst dreifing skráarinnar um leið og prentun lýkur.
Skránni verður m.a. dreift á haustfundum sauðfjárræktarinnar sem fram fara um allt land núna seinni hluta nóvember.

Niðurstöður skoðunar á lambhrútum undan sæðingahrútum haustið 2010

Búið er að taka saman niðurstöðurnar fyrir allt landið úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2010. Þær niðurstöður má allar sjá undir „Sauðfjárrækt->Hrútaskrá->Lambhrútaskoðanir“.

Ullarverð til bænda hækkaði um 8,92% þann 1. nóv. sl.

Gengið hefur verið frá samningi milli LS, BÍ og Ístex um ullarverð til bænda næstu 12 mánuði. Verðið hækkar um 8.92% að meðaltali frá fyrra ári, en að þessu sinni hækka bestu flokkarnir meira en þeir lakari svo verðmunur milli flokka eykst. Til samanburðar þá hækkaði kjötverð til bænda um 2.2% milli áranna 2009 og 2010. Verðin eru eftirfarandi:

SAM leggur til að greiðslumark mjólkur verði sem næst óbreytt

Á fundi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem haldinn var í síðustu viku, var ákveðið að gera tillögu að 116 milljón lítra greiðslumarki mjólkur árið 2011 en þá verður verðlagsárið jafnframt fært að almanaksári. Það er því sem næst óbreytt greiðslumark frá því sem nú er. Greiðslumark yfirstandandi 16 mánaða verðlagsárs (1. september 2009-31. desember 2010) er 155 milljónir lítra, ef það er reiknað yfir á 12 mánuði, samsvarar það 116,25 milljónum lítra.

Haustfundir sauðfjárræktarinnar 2010

Hinir árlegu haustfundir sauðfjárræktarinnar verða haldnir sem hér segir:

Miðvikudaginn 24. nóvember.
Smyrlabjörg…………………………………………… kl. 14:00
Hótel Kirkjubæjarklaustur……………………… kl. 20:00

Fimmtudaginn 25. nóvember.
Heimaland…………………………………………….. kl. 14:00
Þingborg………………………………………………… kl. 20:00

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu forðagæsluskýrslna

Matvælastofnun hefur opnað fyrir rafræna skráningu forðagæsluskýrslna á nýjum vef, www.bustofn.is. Öllum sem skiluðu forðagæsluskýrslu síðasta haust hefur nú að venju verið send eyðublöð haustskýrslu ásamt leiðbeiningum um útfyllingu og skil. Hins vegar stendur umráðamönnum búfjár einnig til boða að að skila upplýsingum um bústofn og forða rafrænt. Með rafrænum skilum er skráning upplýsinga um heyforða til muna einfaldaður.

Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig í gær

Seðlabanki Íslands lækkaði vexti bankans um 0,75 prósentur í gær. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þessi vaxtaákvörðun marki ákveðin söguleg tímamót. Virkir vextir bankans eru nú 4,6% og hafa aldrei verið jafn lágir í sögu bankans, segir Már.
Peningastefnunefnd bankans telur að eitthvert svigrúm sé enn til staðar til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er. Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapa hins vegar óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma litið.

Rafræn skráning forðagæsluskýrslna

Matvælastofnun (MAST) heldur fræðslufund fyrir bændur þriðjudaginn 9. nóvember í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fundurinn skiptist í tvennt: Kl. 15:00 verður fjallað um rafræna skráningarforritið BÚSTOFN og rafræn skil á forðagæsluskýrslum. Kl. 15:30 verður fjallað um tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur.
Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af útsendingunni á vef MAST (www.mast.is) undir ÚTGÁFA – FRÆÐSLUFUNDIR.

Sláturhúsið Hellu ehf. hækkar verð á nautgripakjöti

Sláturhúsið Hellu ehf. hefur hækkað verð á nautgripakjöti frá og með 1. nóvember s.l. Eftir hækkun er verðskráin eftirfarandi:

Eyðublöð vegna viðskipta með greiðslumark í mjólk komin út

Matvælastofnun hefur nú gefið út eyðublöð vegna viðskipta með greiðslumark í mjólk. Þau er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (www.mast.is) sem og síðunni hjá okkur, sjá neðar. Þeir sem hyggja á viðskipti á kvótamarkaðnum 1. desember n.k. eru góðfúslega minntir á að senda þau til Matvælastofnunar fyrir þann 25. nóvember n.k. ásamt tilheyrandi gögnum.

back to top