Velferð kúa í lausagöngufjósum

Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er komið út ritið Velferð kúa í lausagöngufjósum. Í ritinu er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á aðbúnaði og velferð mjólkurkúa í lausagöngufjósum á Íslandi. Könnunin var gerð árið 2008 í 46 fjósum víða um landið og var hvert fjós heimsótt tvisvar. Stuðst var við aðferðir sem þróaðar voru í Evrópuverkefninu Welfare Quality®, um velferð búfjár og notuð eyðublöð og mælikvarðar sem fengnir voru þaðan.

Ritið er hægt að nálgast á rafrænu formi á heimasíðu Landbúnaðarskólans.

Rit LbhÍ nr. 28: Velferð kúa í lausagöngufjósum


back to top