Aðgerðir til að fyrirbyggja tjón á jörðum bænda undir Eyjafjöllum

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþm., hefur lagt fram fyrirspurn til munnlegs svars til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðir til að fyrirbyggja tjón á jörðum bænda undir Eyjafjöllum. Fyrirspurnin er svohljóðandi:
„Til hvaða varanlegu aðgerða verður gripið til að fyrirbyggja tjón á jörðum bænda undir Eyjafjöllum vegna þess gríðarlega aurs sem ár undir Eyjafjöllum bera fram í kjölfarið á eldgosinu í Eyjafjallajökli?“


back to top