Samanburður á breytilegum kostnaði á Sunnu-búum

Nýlega var unnin athugun á þróun breytilegs kostnaðar á kúabúum innan SUNNU-verkefnisins. Verkefnið var unnið að frumkvæði Landssambands kúabænda með hliðsjón af samþykkt ályktunar frá síðasta aðalfundi samtakanna um skoðun á möguleikum á lækkun franmleiðslukostnaðar næstu 10 árin innan greinarinnar.

Þegar farið er að velta fyrir sér þróun kostnaðar við mjólkurframleiðslu er hægt að gera það á nokkra mismunandi vegu. Ólíkar kennitölur geta gefið ólíkar niðurstöður. Framlegð, framlegðarstig, framlegð á árskú og breytilegur kostnaður á lítra gefa hvað gleggsta mynd af afkomu í greininni. Þessar kennitölur hafa allar bæði kosti og galla. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að skoða sérstaklega breytilegan kostnað á lítra. Bú með lægstan breytilegan kostnað á lítra eiga að vera að framleiða ódýrustu mjólkin burt séð frá fjárfestingum búanna í húsum eða kvóta. Niðurstöður síðustu ára hafa sýnt að allmikill breytileiki er innan Sunnu-hópsins á einstökum kostnaðarliðum innan breytilegs kostnaðar.


Aðferðafræðin sem notuð var til að skoða breytilegan kostnað var skilgreind eftirfarandi:


• Skoðaðar niðurstöður síðustu 5 ár, með tillit til breytilegs kostnaðar á einstökum búum.
• Valið til að byrja með 20 búa úrtak hvert ár, þau 20 bú sem voru með lægstan breytilegan kostnað á lítra hvert ár fyrir sig.
• Eftir þessa fyrstu skoðun, var kannað hversu mörg bú í hópnum voru á þessum 20 búa lista öll árin eða 4 ár af 5. Í ljós kom að 11 bú uppfylltu þessar kröfur.
• Sá hópur sem kom til skoðunar í framangreindu úrtaki þurfti einnig að uppfylla þær kröfur að hlutfall búgreinatekna af annarri starfsemi en mjólkurframleiðslu og nautgripakjöti færi ekki yfir ákveðið hlutfall, nálægt 10% (10 kr/l árið 2007, framreiknað með verðlagsbreytingum fyrir önnur ár). Þetta var gert til að útiloka sem mest áhrif annarra búgreina á niðurstöðurnar. Með þessu móti fæst mjög hreinn samanburður á tekjum og kostnaði sérhæfðra kúabúa.
• Allur samanburður var unninn á grunninum krónur/innlagðan lítra – tölur færðar að verðlagi 2009.



Niðurstöður
• Í ljós koma að úrtakshópurinn samanstendur að meðaltali af stærri einingum, bæði í greiðslumarki og innlögðu magni. Munurinn var tæp 20% í stærð miðað við innlagt magn. Meðaltalstölur síðustu fimm ára fyrir innlagt magn var um 285.000 lítrar hjá úrtakshópnum (11 bú).
• Svipað afurðastig var milli hópanna, lítrar/árskú.
• Öll árin, 2005 til 2009) voru allir liðir breytilegs kostnaðar lægri hjá þessum 11 búum en hópsins í heild nema verktakakostnaður sem var hærri á úrtaksbúunum.
• Mest munar á rekstri búvéla en minnst á kjarnfóðri og annarri þjónustu.
• Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman í heild milli hópanna – annars vegar þessara 11 búa í samanburði við önnur bú í verkefninu þá kemur eftirfarandi fram:


 














































Tafla 1. Breytilegur kostnaður eftir árum
Breytilegur kostnaður samtals

2005


2006


2007


2008


 2009


 Meðaltal

Meðaltal Sunnu-búanna án 11 bestu

47,7


47,5


 47,8


50,4


49,4


48,6

Meðaltal 11 lægstu Sunnu-búa í BK

40,8


39,7


39,3


 42,1


40,8


40,5

Mismunur [kr/l]

-6,9


-7,8


 -8,5


-8,3


-8,6


 -8,0

Mismunur [%]

-14,53%


-16,40%


-17,83%


-16,55%


-17,40%


-16,55%

                     

Athyglivert er að þessi 11 bú eru öll árin að skila eigendum sínum mun meiri afgangi að teknu tilliti til breytilegs kostnaðar en önnur SUNNU-bú á sama tímabili, að meðaltali var þessi munur um 8 kr/innlagðan lítra á ári.
Við skoðun á öðrum kostnaðarþáttum í búrekstri búanna þá virtist þessi munur vera einnig til staðar úrtaksbúum í vil.


Seú þessar tölur yfirfærðar t.d. á 300.000 lítra bú þá er hægt að segja að viðkomandi bú hafi um 2,4 milljónir meira eftir til ráðstöfunar á ári til ráðstöfunar til að takast á við aðra liði rekstrar eins og hálf fastan kostnað, fyrningar, fjármagnskostnað og til eigin launa. Þetta jafngildir um 200.000 krónum á mánuði!


Þessi 11 bú eru mjög mismunandi, bæði að stærð og fyrirkomulagi, þarna eru róbótafjós, mjaltabásafjós og fjós með rörmjaltakerfi. Hins vegar virðast þau öll eiga það sammerkt að bústjórnin eru mjög góð og öðrum til eftirbreytni ! Mikilvægt er því að leita í smiðju þeirra hvernig staðið er að ákvörðunartöku með einstaka búrekstrarlega þætti sem greinilega skila mjög merkjanlegum árangri í heildarrekstri búanna.


Runólfur Sigursveinsson


Afkoma á SUNNU‐búum árin 2005 til 2009 – Samanburður 11 „bestu búa“ við meðaltal SUNNU‐búa


back to top