Frá haustfundum sauðfjárræktarinnar

Haustfundir sauðfjárræktarinnar eru nýafstaðnir og gengur þeir vel fyrir sig. Mæting var mjög góð í Árnes- og Rangárvallasýslum, en eitthvað minni í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum. Þórey fór yfir niðurstöður lamba- og hrútaskoðana í haust, Sveinn fór yfir stöðu Sauðfjársæðingarstöðvarinnar og Jón Viðar kynnti sæðingahrútana sem verða á stöðinni í vetur og fræddi bændur um niðurstöður sæðinganna veturinn 2010 á landsvísu og hversu mikilvægt öflugt skýrsluhald er í þeim efnum. Eftir kaffiveitingar í boði Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands voru verðlaunaveitingar fyrir bestu lambhrúta, veturgömlu hrútana og efstu hrúta fyrir BLUP kynbótamat 2010.

Verðlaunaplattar fyrir lambhrútana voru gefnir af Búaðföngum, verðlaunaplattar fyrir veturgömlu hrútana voru gefnir af N1 og Búnaðarsamband Suðurlands gaf verðlaunaplattana fyrir BLUP hrútana. Nánar verður fjallað um hauststörfin í jólafréttabréfi Búnaðarsambandsins. Niðurstöður um efstu hrútana í hverjum flokki má sjá hér á vefnum. Hjá lambhrútum og veturgömlum hrútum eru allir hrútar sem fá 36,0 eða meira fyrir bak, malir og læri.

Hluti af verðlaunahöfum í A-Skaftafellssýslu, talið f.v.: Ármann á Svínafelli 2, Elvar á Nýpugörðum, Björn í Gerði, Ari í Hólabrekku, Kristín í Hlíð og Óskar í Vík.

Hluti af verðlaunahöfum í V-Skaftafellssýslu, talið f.v.: Gestur á Borgarfelli, Anna á Hörgslandi 2, Margrét á Mýrum, Ólafur Steinar á Reyni, Páll á Mýrum, Lilja á Borgarfelli og Elín Heiða í Úthlíð.

Frá fundinum í Rangárvallasýlsu.

Hluti af verðlaunahöfum í Árnessýslu, talið f.v.: Steinar í Auðsholti 4, Ingibjörg á Langsstöðum, Bjarni í Syðri-Gróf, Jónína á Stóru-Reykjum, Elvar á Hamri, Hafliði á Ósabakka 3, Kolbeinn í Eyvík, Ágúst á Brúnastöðum og Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti.

Niðurstöður hrútasýninga haustið 2010


back to top