Gæðastýring í sauðfjárrækt námskeið í haust

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin í haust ef næg þátttaka fæst.  Fyrirhugað er að halda fjögur námskeið, það fyrsta 11. nóvember á Hvanneyri,  þá 12. nóvember á Stóra-Ármóti í Flóa, svo 13. nóvember í Búgarði á Akureyri og það síðasta 14. nóvember Bsb. Austurlands, Egilsstöðum.  Skráning er á netfangið bella@rml.is

Kornskurður á Stóra-Ármóti

Korn á Stóra-Ármóti var loksins þreskt í dag eftir langvarandi vætutíð.  Uppskera er léleg og langt undir meðalári, alls var sáð í 18 hektara.   Uppskerutölur verða birtar eftir helgi.  Ljóst er að breyting verður á fóðri mjólkurkúa á Stóra-Ármóti á komandi vetri, enda hefur byggið verið umtalsverður hluti af fóðri þeirra síðustu ár.    Continue Reading »

Bændafundir haustið 2013

Nú fer að líða að bændafundum Bændasamtaka Íslands.  Undanfarin haust hefur þátttaka bænda á fundunum verið minni en væntingar stóðu til, BÍ kallar því eftir óskum bænda um hvað þeir vilja ræða á fundunum.  Í nýjasta Bændablaðinu (3.okt.) er farið yfir fundarformið, forystumenn úr stjórn BÍ verða með stutt inngangserindi en síðan verða tekin fyrir  Continue Reading »

Þyrfti að fá leyfi til að skjóta álftina

Á vef mbl.is í dag er áhugavert viðtal við Jóhann Nikulásson bónda í Stóru-Hildisey.  Þar fjallar hann um sameiginlegt vandamál bænda viða um land, þ.e. álftina.  Viðtalið við Jóhann má lesa í heild sinni hér á eftir. Jóhann Nikulásson, bóndi á Stóru Hildisey í Landeyjum segir álftir valda milljónatjóni og kornökrum á hverju ári. Álftir  Continue Reading »

Ekki styrkur á ræktunarskurði.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er veittur styrkur á ræktunarskurði.  Í reglum um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða stendur í 4. gr. „Þá má veita framlög til hreinsunar affallsskurða.  Framlög má veita til upphreinsunar á stórum affalsskurðum sem taka við vatni af stóru vatnasvæði. Skilyrði er að skurðirnir séu hreinsaðir bakka  Continue Reading »

Veffræðsla LK 2013/2014 dagskrá.

Landssamband Kúabænda stendur nú fyrir veffræðslu til áhugamanna í nautgriparækt annað árið í röð.  Nú á dögunum var svo birt dagskrá vetrarins og eru mörg fróðleg erindi þar að finna.  Allir áhugasamir geta fengið lykilorð inn á þessi erindi með því að senda póst á skrifstofa@naut.is  með nafni og heimilisfangi.  Dagskráin verður hugsanlega sett inn  Continue Reading »

Umsókn um jarðræktarstyrk – ertu nokkuð að gleyma?

Umsóknarfrestur til jarðræktar og hreinsurnar á affallsskurðum er til föstudagsins 20. september n.k. Ef einhverjar upplýsingar vakna þá má hafa samband við starfsmenn BSSL.  Þess má geta að samfara breytingum á ráðgjafarþjónustu í landinu nú um áramótin, urðu mannabreytingar á úttektaraðilum.  Á sumum svæðum verða því ekki sömu menn að taka út og hafa gert það  Continue Reading »

Er áburður að lækka í verði?

Á vef Landsambands kúabænda naut.is er áhugaverður pistill um hugsanlega lækkun á áburðarverði á komandi mánuðum.  Þar er vísað til þess að verð á hráefnum til áburðargerðar, svo sem úrea og fosfór hefur lækkað verulega á síðustu misserum.  Það er því spurning hver þróunin verður í áburðarverði á komandi mánuðum og vert að fylgjast með  Continue Reading »

Stór réttarhelgi á Suðurlandi

Nú um helgina verður réttað á nokkrum stöðum á Suðurlandi og er því vel hægt að tala um stóru réttarhelgina.  Af þeim sökum má gera ráð fyrir umferðartöfum víða og eru ökumenn beðnir að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi.  Í dag verða nýjar Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, vígðar af sr. Eiríki Jóhanssyni í Hruna, svo eru  Continue Reading »

Gleymdir þú að skila vorbók.

Flestir sauðfjárbændur sem eru í skýrsluhaldi eru nú búnir að skila inn vorbókum þetta árið.  Enn eru þó einhverjir sem sofa á verðinum og gleyma að skila inn bókum.  Þið sem eftir eru sendið bækurnar beint til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Bændahöllinni við Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Umsóknafrestur til 20. september.

Bændasamtök Íslands hafa framlengt umsóknarfrest til jarðræktar og hreinsurnar á affallsskurðum til 20. september n.k. Ef einhverjar upplýsingar vakna þá má hafa samband við starfsmenn BSSL.  Þess má geta að samfara breytingum á ráðgjafarþjónustu í landinu nú um áramótin, urðu mannabreytingar á úttektaraðilum.  Á sumum svæðum verða því ekki sömu menn að taka út og  Continue Reading »

Háarsláttur á Stóra-Ármóti

Bændurnir á Stóra-Ármóti tóku saman hánna í gær í blíðskaparveðri, eins og fjöldi bænda víða um land.  Hirtir voru 30 ha af vel sprottinni há.  

Umsóknarfrestur rennur út 10. september!!!!

Bændur þurfa að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsurnar á affallskurðum á Bændatorginu, fyrir 10. september 2013. Nú í ár, eins og í fyrra geta bændur gengið frá sínum umsóknum á Bændatorginu og sett þar inn þær upplýsingar sem þurfa.  Ef upp koma vandræði við skráningu má hafa samband við Búnaðarsamband Suðurlands  Continue Reading »

Ungi bóndi ársins 2013

Ungi bóndi ársins 2013 var haldinn 17. ágúst í tengslum við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti.  Hlutskarpastur í einstaklingskeppninni var Ágúst Helgi Sigurðsson, Sóleyjarbakka, en hann var líka í liði sunnlendinga sem vann liðakeppnina.  Lið sunnlendinga var skipað auk Ágústs þau Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, Jón Hjalti Eiríksson, Gígjarhólskoti og Bryndís Eva Óskarsdóttir, Háholti.

Réttir á Suðurlandi haustið 2013

Nú fer að líða að hausti og réttir ómissandi hjá mörgum, bændum og áhugamönnum um sauðfjárrækt. Á vef Bændasamtaka Íslands hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur tekið saman lista yfir réttir á komandi hausti, en Freyr Rögnvaldsson var honum innan handar.  Svona listar eru ekki tæmandi og geta leynst villur og því alltaf öruggara að tala  Continue Reading »

Landskeppni smalahunda haldin að Fjalli á Skeiðum.

Landskeppni smalahunda verður haldinn að Fjalli á Skeiðum helgina 24-25 ágúst næstkomandi og hefst keppni 24.ágúst kl 10:00. Úrslit fara fram 25.ágúst og hefjast kl. 10:00 Smalahundadeild Árnessýslu heldur keppnina, deildin var stofnuð árið 2009 og eru 40 félagsmenn í henni, tilgangur deildarinnar er að efla þjálfun, keppni og fræðslu um smalahunda. Síðast héldum við keppnina  Continue Reading »

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 23. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 23. ágúst og hefst stundvíslega kl. 8:30.

Umsóknir um styrki til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er búið að opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða, umsóknirnar eru að á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækjandi að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013. Á bondi.is er einnig að finna eyðublað til að sækja um jarðræktarstyrki á  Continue Reading »

Ný heildsala með rúlluplast.

Fréttatilkynning frá Sóldögg ehf.  en fyrirtækið hefur flutt inn TotalCover rúllunet frá Karatzis á Krít og hefur það net hlotið góðar viðtökur frá bændum. Í sumar tryggði Sóldögg sér svo umboð fyrir Bal‘ensil, 5 laga rúlluplast frá Franska framleiðandanum Barbier Group. Franska rúlluplastið er kunnugt Íslenskum bændum frá árum áður en hefur ekki verið í  Continue Reading »

SS birtir afurðaverðskrá sauðfjár haustið 2013

Á vef Sláturfélgas Suðurlands má sjá afurðarverðskrá sauðfjár fyrir haustið 2013 og að auki er komið nýtt fréttabréf.  

back to top