Kornskurður á Stóra-Ármóti

Korn á Stóra-Ármóti var loksins þreskt í dag eftir langvarandi vætutíð.  Uppskera er léleg og langt undir meðalári, alls var sáð í 18 hektara.   Uppskerutölur verða birtar eftir helgi.  Ljóst er að breyting verður á fóðri mjólkurkúa á Stóra-Ármóti á komandi vetri, enda hefur byggið verið umtalsverður hluti af fóðri þeirra síðustu ár.  

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af kornakrinum á Stóra-Ármóti í september og nú í dag.

 

 Kornakur í byrjun september


Kornakur í byrjun september

 

Kornið eins og það leit út 23. september í rigningunni.

Kornið eins og það leit út 23. september í rigningunni.

 

Kornakurinn í dag.

Kornakurinn í dag.


back to top