Fleiri fréttir af Sauðfjársæðingastöðinni.

Nú fer að líða að líða að háannatíma á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og undirbúiningur í fullum gangi fyrir komandi tíð. Aðeins það besta er nógu gott og því var fenginn íslandsmeistari í rúningi til að rýja á Sauðfjársæðinastöðinni þetta árið. Á meðfylgjandi mynd má sjá Reyni Þór Jónsson, Hurðarbaki nýkrýndan Íslandsmeistara við rúning á Sæðingastöðinni í dag. Það var Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu sem stóð fyrir Íslandsmeistaramóti í rúningi 26. október sl.  Við óskum Reyni til hamingju með titilinn.  


back to top