Verðlaun fyrir afurðir 2012

Á stjórnarfundi í dag voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kú 2012 og afurðahæsta kúabúið 2012.

Verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið 2012 fór til Arnfríðar Jóhannsdóttur og Jóns Viðars Finnssonar, Dalbæ, Hrunamannahrepp en þar voru afurðir eftir árskú 7.525 kg mjólkur. 

Afurðahæsta kýr Suðurlands 2012 var Snotra nr. 354 frá Eystra-Seljalandi undan Hræsing nr. 98046 í eigu Óla Kristins Ottóssonar, Eystra-Seljalandi.  Hún mjólkaði 11.782 og af verðefnum var 3,27 prótein og 3,2 fita.

 

 

 

Afurðahæsta búið reyndist vera bú Arnfríðar og Jóns Viðars í Dalbæ í Hrunamannahreppi með 7.525 kg mjólkur og 565 kg MFP eftir árskú. Í Dalbæ hafa afurðir lengi verið miklar og góðar en vaxið jafnt og þétt síðasta áratuginn. Fyrir nokkrum árum var fjósinu breytt í legubásafjós með stuttum fóðurgangi og mjaltaþjóni.
Ábúendur eru áhugasamir um nautgriparækt og vel er búið að gripunum og afurðir eftir því. Kýrnar eru langræktaðir gripir en á árum áður á tímum kúasýninga á fjögurra ára fresti stóðu Dalbæjarkýrnar oft í efstu sætum í hinu stóra nautgriparæktarfélagi í Hrunamannahreppi.

Afurðahæsta kýr Suðurlands árið 2012 er Snotra 354 í Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum. Hún mjólkaði 11.782 kg mjólkur og fór hæst í 45,1 kg dagsnyt á s.l. ári. Snotra heldur geysilega vel á sér en hún var enn í 24,2 kg í febrúar s.l. þó hún hafi borið 7. des. 2011 sínum sjöunda kálfi. Sínum fyrsta kálfi bar hún 6. des. 2003 þá rúmlega tveggja ára en hún er fædd 8. október 2001 undan Hræsingi 98046 og móðurfaðir hennar er Búi 89017. Annað árið í röð státar Hræsingur 98046 af afurðahæsta kúnni á Suðurlandi á meðal dætra sinna en Týra 120 Hræsingsdóttir í Hraunkoti varð afurðahæst
árið 2011.


back to top