Ný símanúmer frjótækna

Kúabændur athugið ný símanúmer frjótækna, frá og með deginum í dag breytast fyrstu þrír stafirnir í gamla númerinu í 871 en endingin er sú sama og var.  Símanúmerin verða því eftirfarandi: Bragi Ágústsson Hluti Flóa, Skeið, Vesturhluti Árn. 871-2056Úlfhéðinn Sigurmundsson Hreppar, hluti Tungna 871-5563Hermann Árnason Rangárþing frá V-Landeyjum. Hluti Flóa 871-8611Smári Tómasson Frá Vík að  Continue Reading »

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Á vef Matvælastofnunar mast.is eru  opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur,  þann 1. apríl 2014 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Fræðslufundur um jarðrækt

Kornræktarfélag Suðurlands verður með fræðslufund um jarðrækt í Árhúsum á Hellu, fimmtudaginn 3. apríl kl.20.30. Á fundinum munu þrír starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi. Áslaug Helgadóttir, mun fjalla um fjölærar belgjurtir og rýgresi, Guðni Þorvaldsson, mun fjalla um grastegundir og yrki og Jónatan Hermannsson, fer yfir korntilraunir síðustu þriggja ára.  Allir áhugamenn um jarðrækt velkomnir.  Continue Reading »

Leyndardómar Suðurlands

Í dag hófst hátíðin Leyndardómar Suðurlands sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stendur að.  Um 200 leyndardómsviðburðir verða á boðstólnum frá deginum í dag til 6. apríl og fór fjöldi viðburða fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.    Á næstu dögum er því hægt að kynna sér Sveitabúðina Sóley í Flóahrepp, Laugarvatn Fontana, fluguhnýtingarkennslu á Höfn, Friðheima í  Continue Reading »

Landssamband kúabænda, fagþing og aðalfundur

Þessa dagana hittast kúabændur og gera sér glaðan dag og fræðast um málefni greinarinnar.  Í dag fimmtudag er fagþing nautgriparæktarinnar 2014 á Hótel Sögu.  Á fagþinginu verða fjórar málstofur um markaðshorfur nautgripaafurða, nautakjötsframleiðslu, mjólkurframleiðsla m.t.t. fóðrunar og um mjólkurframleiðslu m.t.t. aðbúnaðara og framleiðsluaðstöðu.   Á föstudag og laugardag er svo aðalfundur LK, en auk hefðbundinna  Continue Reading »

Láttu málið þig varða!

Ungir bændur hafa verið duglegir að kynna íslenskan landbúnað með myndböndum.  Fyrsta myndbandið var um fæðuöryggi, þáð næsta um mikilvægi landbúnaðar og það nýjasta er um vitundarvakningu um mikilvægi landbúnaðar á Íslandi.  Þetta er flott framtak hjá ungum bændum og er góð leið til kynningar á íslenskum landbúnaði, sem vonandi skilar sér inn í flesta  Continue Reading »

Nýr formaður Samtaka ungra bænda

Aðalfundur Samtaka ungra bænda var haldinn 22. mars sl. í Úthlíð í Biskupstungum.  Á fundinum var kosin nýr formaður Einar Freyr Elínarson frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér.  Þá voru þeir Ástvaldur Lárusson frá Núpi í Dýrafirði og Orri Jónsson frá Lundi í Lundareykjadal  Continue Reading »

Kjarasamningur vegna starfsfólks í landbúnaði

Nú fer starfsfólki í landbúnaði fjölgandi með hækkandi sól og því er gott að huga að launakjörum.  Í vikunni undirrituðu Bændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið  Continue Reading »

Fóðrun til afurða, sumarbeit og nýting grænfóðurs

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Á fundinum verður farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs. Á fundinum verður erindi frá norskum sérfræðingi í fóðrun, Jon Kristian Sommerseth,  Continue Reading »

Talhólf Kynbótastöðvar óvirk.

Talhólf Kynbótastöðvar Suðurlands eru biluð í dag.  Þeir bændur sem pantað hafa sæðingu í gegnum talhólf eru vinsamlegast beðnir að hringja í sinn frjótækni og panta aftur.  Farsímar frjótækna eru eftirfarandi: Bragi/Guðmundur 894-7145, Úlfhéðinn/Birkir 863-7144, Hermann/Halldór 894-7148, Smári Tómasson 894-7149, Árni Gunnarsson 894-7147, Sveinn Sigurmundsson 894-7146.

Landbúnaðarverðlaun 2014

Við setningu Búnaðarþings um liðna helgi voru veitt Landbúnaðarverðlaunin 2014.  Þetta árið voru verðlaunaþegarnir þrír eða Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Bláskógabyggð fyrir frumkvöðlastarf og fyrirmyndarbúskap. Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson í Fossárdal við Berufjörð fyrir fyrirmyndarbúskap og Fjölskyldu og húsdýragarðurinn í Reykjavík fyrir fræðslu- og kynningarstarf, var það Tómas  Continue Reading »

Setning Búnaðarþings og matarhátíð í Hörpu

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er sagt frá viðburðarríkri helgi í Hörpu.  Laugardaginn 1. mars verður Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands formlega sett við hátíðlega athöfn og kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur. 

Bilanir í talhólfum Kynbótastöðvar Suðurlands

Undanfarna daga hafa átt sér stað bilanir í talhólfum frjótækna.  Tæknimenn Símans vinna að lagfæringum en óvíst er að þær nái inn fyrr en um helgina.  Farsímar frjótækna eru eftirfarandi: Bragi/Guðmundur 894-7145, Úlfhéðinn/Birkir 863-7144, Hermann/Halldór 894-7148, Smári Tómasson 894-7149, Árni Gunnarsson 894-7147, Sveinn Sigurmundsson 894-7146.

Nytjaplöntur á Íslandi 2014

Á vef Landbúnaðarháskóla Íslands er búið að birta nytjaplöntulistann 2014.   Eins og segir á heimasíðu skólans lbhi.is eru á listanum þær tegundir og yrki sem mælt er með við íslenskar aðstæður.  Listanum er ætlað að vera til hjálpar innflytjendum, bændum og öðrum ræktendum.   Nytjaplöntur á Íslandi 2014.

Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eru þessa dagana á Suðurlandi að leiðbeina bændum við val á áburði. Það eru þau Kristján B. Jónsson og Sigríður Ólafsdóttir sem aðstoða bændur við skráningu á forsendum inn í Jörð.is og við gerð áburðaráætlunar.  Í dag er Sigríður stödd á Hvolsvelli á starfsstöð RML þar en 13. og 14. febrúar verður  Continue Reading »

Hrútur fóstrar lömb

Það þótti til tíðinda þegar öflughyrnd, kröftuglega vaxin tvílemd ær fór að venja komur sínar í túnin í Ölvisholti síðastliðið haust. Þótti hún heldur sein á sér og hrútsleg á að líta þegar tekið var til við að smala svæðið. Er í réttina í Hrygg var komið blasti sannleikurinn við, þarna var á ferðinni hrútur  Continue Reading »

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur

Í febrúar stendur Vinnueftirlitið í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands, fyrir tveggja daga bóklegu vinnuverndar- og réttindanámskeiði fyrir bændur.  Námskeiðið er ætlað bændum og þeim sem vinna við búskap en er einnig opið öðrum áhugasömum. Skráning er hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á www.lbhi.is/namskeid,  netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.

Fréttir af aðalfundi FKS

Í umfjöllun okkar í gær um aðalfund Félags kúabænda á Suðurlandi láðist að geta um verðlaunahafa fyrri þyngsta ungnautið 2013, en það var holdablendingur ræktaður af Jóhannesi H. Sigurðssyni, Ásólfsstöðum og vó 442,8  kg og var 695 daga gamall sem gefur þá 1.200 gr. á dag í vaxtahraða.  Fundurinn var annars fjölmennur og fróðlegur.  Á  Continue Reading »

Aðalfundur félags kúabænda á Suðurlandi

Í dag stendur yfir aðalfundur félags kúabænda á Suðurlandi.  Ýmis erindi eru á dagskrá auk hefðbundna.  Þá verða veittar viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið og afurðahæstu kúnna 2013.  Verðlaunin eru veitt af Búnaðarsambandi Suðurlands og í ár er afurðahæsta búið bú þeirra Eggerts, Jónu, Páls og Kristínar,  Kirkjulæk í Fljótshlíð með 575 kg MFP og  Continue Reading »

Sáttmáli um upprunamerkingar matvæla.

Í dag munu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undirrita sáttmála um upprunamerkingar matvæla.  Samkvæmt frétt á mbl.is eru samtökin með þessu að hleypa af stað sameigninlegu átaki um bættar upprunamerkingar. „Þar verður markmiðið að vekja almenning og fyrirtæki til umhugsunar um gildi þess að upprunamerkja mat. Takmarkið er að allar matvörur verði upprunamerktar þannig  Continue Reading »

back to top