Halló Helluvað

Næstkomandi sunnudaginn 18. Maí kl. 13.00, verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið og er öllum boðið að koma og sjá þær skvetta ærlega úr klaufunum. Fjárhúsið iðar af lífi og hægt að fá að knúsa lömbin, ungar að koma úr eggjum og margt skemmtilegt að gerast. Allir fá svo hressingu, heita ábrysti, kaffi , kókómjólk ( frá MS ) og heimabakað bakkelsi, allt í boði fjölskyldunnar á Helluvaði. Vonumst til að sjá sem flesta, allir eru hjartanlega velkomnir.


back to top