Leyndardómar Suðurlands

Í dag hófst hátíðin Leyndardómar Suðurlands sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stendur að.  Um 200 leyndardómsviðburðir verða á boðstólnum frá deginum í dag til 6. apríl og fór fjöldi viðburða fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.    Á næstu dögum er því hægt að kynna sér Sveitabúðina Sóley í Flóahrepp, Laugarvatn Fontana, fluguhnýtingarkennslu á Höfn, Friðheima í Reykholti (handhafa Landbúnaðarverðlauna 2014), Braggann – leir- og kaffihús í Birtingaholti 3, hænubingó á Selfossi (húsi Jötunn Véla), Hestagarðinn Fákasel í Ölfusi, Kartöfluball í Þykkvabænum og margt margt fleira.  Nánari upplýsingar um viðburði má finna á sudurland.is eða í bæklingnum Leyndardómar Suðurlands.


back to top