Fræðslufundur um jarðrækt

Kornræktarfélag Suðurlands verður með fræðslufund um jarðrækt í Árhúsum á Hellu, fimmtudaginn 3. apríl kl.20.30. Á fundinum munu þrír starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi. Áslaug Helgadóttir, mun fjalla um fjölærar belgjurtir og rýgresi, Guðni Þorvaldsson, mun fjalla um grastegundir og yrki og Jónatan Hermannsson, fer yfir korntilraunir síðustu þriggja ára.  Allir áhugamenn um jarðrækt velkomnir.  


back to top